Fara í efni

Velheppnuð sýning - Lífsins gæði og gleði

28.04.2014

Sýningin Lífsins  gæði og gleði var haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um helgina og hófst hún á laugardagsmorgninum kl 10. Bjarni Jónsson forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar setti sýninguna og tók kvennakórinn Sóldís lagið af því tilefni. Einnig stigu á stokk prúðbúnar konur í félagsskapnum Pilsaþyti uppáklæddar í íslenskum þjóðbúningum. Sýningin tókst vel í alla staði og voru  gestir hennar ánægðir með framtakið en áætlað er að um fimm þúsund manns hafi mætt á sýninguna báða dagana. Sex málstofur voru haldnar í tengslum við sýninguna og voru þær vel sóttar.

Sæluvikan var sett á sýningunni á sunnudeginum og var það Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri sem setti vikuna og söng karlakórinn Heimir fyrir viðstadda. Einnig var tískusýning frá félögum úr Alþýðulist og úrslitin kynnt í vísnakeppni Safnahússin en Gunnar Rögnvaldsson var sá heppni þetta árið.

Myndir frá sýningunni eru á facebooksíðunni Lífsins gæði og gleði og sjónvarpsstöðin N4 var á staðnum og mun sýna efni þessa vikuna. Einnig er hægt að fara inn á síðuna þeirra hér.