Sundlaug Sauðárkróks opin á ný

Sundlaugin á Króknum
Sundlaugin á Króknum

Nú geta fastagestir sundlaugarinnar á Sauðárkróki glaðst því laugin var opnuð í morgun eftir viðhald og endurbætur. Laugin er búin að vera lokuð síðan 1. júní því veðurguðirnir settu strik í reikninginn og of kalt var til að leggja efni á sundlaugarbakkana.  En nú er þetta allt komið og verður laugin opin frá 6:50 - 21:00 alla virka daga og milli kl 10:00 og 17:00 um helgar.