Skráningar hafnar í SumarTím

Á hverju sumri stendur börnum í Skagafirði til boða ýmiss námskeið, leikir og skemmtilegheit í SumarTím. Nú er búið að opna fyrir skráningar  og er slóðin http://tim.skagafjordur.is/is/forsida/ og umsóknarfrestur til og með 3. júní.

Nánari upplýsingar eru í Húsi frítímans í síma 455 6109 og tim@skagafjordur.is

SumarTímið verður staðsett í Árskóla, gengið inn um aðaldyrnar.