Fara í efni

Skólaslit í skólum Skagafjarðar

27.05.2016
Varmahlíðarskóli

Skólaslit á öllum skólastigum eru framundan í Skagafirði og því hægt að segja með sanni að nú sé sumarið komið.

Grunnskólanum austan Vatna verður slitið í dag 27. maí. Athöfn verður á Hólum kl. 15:00 og þá útskrifast einnig elstu nemendur á leikskólanum Tröllaborg en athöfnin á Hofsósi hefst kl. 20:00  Á báðum stöðum verður sýning á verkum nemenda að lokinni athöfn.

Skólaslit Varmahlíðarskóla verða haldin hátíðleg í Miðgarði, þriðjudagskvöldið 31. maí kl. 20:00. Kaffiveitingar að lokinni athöfn í Varmahlíðarskóla.

Útskrift elstu nemenda á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og úr leikskólanum Birkilundi í Varmahlíð fór fram við hátíðlegar athafnir í gær.

Árskóla á Sauðárkróki verður slitið fimmtudaginn 2. júní.

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verður slitið á morgun laugardag 28. maí við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu og brautskráning frá Háskólanum á Hólum verður föstudaginn 10. júní.