Skólaslit austan Vatna

Útskrift á Tröllaborg 2014
Útskrift á Tröllaborg 2014

Skólaslit hjá Grunnskólanum austan Vatna eru í dag. Athöfnin á Hólum er kl 16 og í Höfðaborg á Hofsósi kl 20. Skólanum á Sólgörðum var slitið síðastliðinn föstudag. Skólahópurinn í leikskólanum Tröllaborg á Hólum útskrifast með nemendum grunnskólans.  Fimmtudaginn 28. maí útskrifast skólahópurinn á Hofsósi kl 14 og um leið opnar myndlistarsýning sem mun standa fram í næstu viku.