Skipulagsfulltrúi óskast

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða skipulagsfulltrúa til starfa. Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa nýtt starf á traustum grunni. Helstu verkefni eru samkvæmt skipulagslögum og samþykktum sveitarfélagsins hverju sinni á sviði skipulagsmála, samgöngu- og umhverfismála. Starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.

Starfssvið:

 • Yfirumsjón með skipulagsmálum í sveitarfélaginu.
 • Ábyrgð á að framfylgja stefnu sveitarfélagsins í málaflokkum sem undir hann heyra.
 • Framkvæmd skipulagsmála og ráðgjöf við m.a. íbúa, kjörna fulltrúa, hönnuði og verktaka um skipulagsmál.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni. Útsetningar lóða. Skráning lands/lóða.
 • Undirbúningur funda skipulagsnefndar, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála.
 • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði skipulagsmála.
 • Önnur verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun og sérhæfing skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Þekking og reynsla á þeim málaflokkum sem falla undir sviðið er skilyrði.
 • Þekking og reynsla af stjórnun og áætlanagerð æskileg.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg.
 • Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs og samskiptahæfileikar.
 • Góð almenn tölvukunnátta. Þekking á OneSystems og hönnunarforritum er kostur.
 • Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á íslensku. Önnur tungumálakunnátta er kostur.

Nánari upplýsingar um starfið veita:

Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2021. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt.

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá, prófskírteini og stutt kynningarbréf þar sem fram kemur hvers vegna sótt er um starfið og hvernig viðkomandi uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til þess. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.