Fara í efni

Sjö milljónir í afslátt af fasteignasköttum árið 2016

15.08.2016
Sauðárkrókur

Við álagningu fasteignagjalda í janúar 2016 var tilkynnt að inneign eða skuld gæti myndast við endanlegan útreikning á afslætti vegna fasteignaskatts á íbúðir elli- og örorkulífeyrisþega. Nú er endurreikningi afsláttar vegna ársins 2016 lokið.  Heildarafsláttur nam tæpum sjö milljónum króna vegna 182 fasteigna.  Tilkynningar um niðurstöðu endurútreikningsins hafa verið póstsendar til viðkomandi.

Ef inneign hefur myndast þá hefur henni verið fyrst ráðstafað upp í ógreidd fasteignagjöld og eftirstöðvar afsláttarins ef um það er að ræða, verða greiddar inn á reikning viðkomandi. Þeir elli- og örorkulífeyrisþegar sem sveitarfélagið þarf að krefja um endurgreiðslu fá sendan greiðsluseðil fyrir leiðréttingunni.

Skilyrði til lækkunar fasteignaskatts er að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í sveitarfélaginu, búi í eigin íbúð og sé 67 ára á árinu eða eldri, eða hafi verið úrskurðaður 75% öryrki.  Afsláttur nær eingöngu til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í.  Afslátturinn er tekjutengdur og er að hámarki 58.000 kr.  Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna þ.m.t. fjármagnstekna,  skv. skattframtali 2016.

Sjá reglur um afslátt af fasteignaskatti 2016.