Fara í efni

Samstarf gegn einelti

29.05.2015
Skiltin við Árskóla

Þann 27. apríl 2014 var undirritaður sáttmáli á milli UMSS og Vinaverkefnisins í Skagafirði um samstarf um forvarnir gegn einelti.  Kveikjan að þeim sáttmála kom frá íþróttahreyfingunni þar sem óskað var eftir liðsinni starfsmanna Vinaverkefnisins til að vinna í sameiningu að því að skapa börnum og ungmennum í Skagafirði umhverfi þar sem einelti fær ekki þrifist.

 Liður í þessu samstarfi er að veita reglubundna fræðslu til starfsmanna í íþrótta – og tómstundageiranum með námskeiðahaldi að vori og hausti og var eitt slíkt námskeið haldið í gær. Á námskeiðinu var sáttmálinn kynntur, farið yfir eineltisáætlanir í  grunnskólum Skagafjarðar, og einnig fjallað um reiðistjórnun og samskipti og samstarf við foreldra.

Áætlunin er að setja upp skilti við alla íþróttaaðstöðu í friðinum með sáttmálanum og viðbragðasáætlun við einelti. Fyrstu skiltin voru sett upp við sparkvöllinn í  Árskóla í gær.