Opið í Iðjunni 3. des

Handverk Iðjunnar
Handverk Iðjunnar

Miðvikudaginn 3. desember er alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks og í tilefni af því verður opið hús í Iðjunni Aðalgötu 21 kl 10-15. Þar munu notendur Iðjunnar vera með sölusýningu eins og undanfarin ár og ýmislegt skemmtilegt á boðstólum m.a. jólate iðjusamra ásamt meðlæti. Allur ágóði af sölunni rennur til vinnustofu Iðjunnar. Kl 14 mætir góður gestur á svæðið sem mun skemmta viðstöddum með ljúfum tónum og bjóða notendur Iðjunnar alla velkomna.