Fara í efni

Ný lögreglusamþykkt á Norðurlandi vestra tekur gildi

19.06.2019

Nýverið gekk í gildi lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er þetta fyrsta lögreglusamþykktin sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði en fyrir gildistöku þessarar samþykktar voru ekki gildar lögreglusamþykktir í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Sveitastjórnir á svæðinu fengu samþykktina tvisvar til umsagnar sem síðan var send ráðherra til staðfestingar. Lögreglusamþykktin var birt í Stjórnartíðindum og tók gildi þann 22. maí 2019.

Í lögreglusamþykktinni er m.a. tekið á gistingu ferðamanna utan skipulagðra tjaldsvæða en í 12. grein samþykktarinnar stendur „Við alfaraleið í byggð er óheimilt að gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum, tjaldvögnum og öðrum sambærilegum búnaði, utan skipulagðra tjaldsvæða.“ Komið verður upp merkingum við helstu ferðamannastaði þar sem ferðamönnum verður leiðbeint um nærliggjandi tjaldsvæði.

 

Hægt er að nálgast lögreglusamþykktina hér: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=d7e3bc07-0c28-47a2-906e-c9c7b9a0ca80