Nemendur Varmahlíðarskóla í áheitahlaupi

Hlaupið í Hegranesinu - mynd Varmahlíðarskóli
Hlaupið í Hegranesinu - mynd Varmahlíðarskóli

Nemendur Varmahlíðarskóla eru að hlaupa svokallaðan Hegraneshring í dag og hafa verið að safna áheitum undanfarna daga. Í þetta sinn ætla þau að hlaupa til styrktar Ívari Elí sem þarf að fara í rannsóknir til Boston í vor vegna flogaveiki.

Þetta er í þriðja sinn sem krakkarnir hlaupa áheitahlaup og hafa þau hlaupið til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar í fyrri skiptin.

Nánar má lesa um þetta flotta framtak nemenda Varmahlíðarskóla á heimasíðu skólans.