Fara í efni

Mikil brennisteinsmengun í Skagafirði

30.10.2014

LögreglanMengunarmælingar hjá lögreglunni á Sauðárkróki sýna hækkun á styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2). Hæsta gildi hefur farið yfir 5000 µg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra) í morgun.

Almannavarnir hafa sent SMS á íbúa í Skagafirði þar sem fólki er ráðlagt að forðast óþarfa útiveru, loka gluggum og hækka á ofnum á meðan ástandið gengur yfir.

Upplýsingar um áhrif mengunarinnar á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð má finna á vef Umhverfisstofnunar.