Fara í efni

Leikskólinn Tröllaborg óskar eftir starfsmanni í mötuneyti

18.06.2018

Leikskólinn Tröllaborg óskar eftir starfsmanni í mötuneyti

 

Upphaf starfs: 7. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi.

Starfsstöð: Hólar í Hjaltadal.

Starfsheiti: Matráður III.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Lýsing á starfinu: Starfsmaður hefur yfirumsjón með sameiginlegu eldhúsi leikskólans og grunnskólans á Hólum í Hjaltadal. Matráður sér um matseld og bakstur, skipuleggur matseðla allt að mánuð fram í tímann, annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum og hefur umsjón með þrifum. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna.

Hæfniskröfur: Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir góðri færni í mannlegum samskiptum, hafi ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Reynsla af vinnu í mötuneyti eða sambærilegu starfi er æskileg.   Hreint sakavottorð í samræmi við lög um leikskóla.

Vinnutími: Dagvinna.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júní 2018

Nánari upplýsingar: Anna Árnína Stefánsdóttir, leikskólastjóri, í síma 453-5760 eða brusabaer@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá er greinir frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.

 

Leikskólinn Tröllaborg er tveggja deilda leikskóli sem er rekinn á tveimur starfsstöðvum; Hofsósi og á Hólum.  Á Hólum er leikskólinn í sama húsnæði og grunnskólinn og er sameiginlegt mötuneyti fyrir bæði skólastigin.

Kjörorð leikskólans er: Leikum saman og lærum. Aðaláhersla Tröllaborgar er leikurinn, umhverfismennt og lestrarhvetjandi umhverfi.

Leikskólinn er Grænfánaskóli sem leggur áherslu á umhverfismennt  ásamt því að vera SMT leikskóli þar sem áhersla er lögð á jákvæða hegðun. Einnig er leikskólinn orðinn Helsueflandi leikskóli.