Hlutastarf í liðveislu

Málefni fatlaðs fólks - Liðveisla á Freyjugötu

 

Upphaf starfs: Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Fjöldi og starfshlutfall: Eitt starf í 10% starfshlutfalli.

Lýsing á starfinu: Starfið felst í aðstoð við fatlað fólk á heimili og í daglegu umhverfi þess.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur góða vitund fyrir sjálfum sér og hvernig hann geti nýtt hæfileika sína sem best í þágu þjónustunotenda, ríka ábyrgðartilfinningu, virðingu í mannlegum samskiptum og skilning á mannlegum þörfum. Viðkomandi þarf að vera opinn og jákvæður í viðmóti, tilbúinn að tileinka sér nýjar hugmyndir og hafa metnað í starfi. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.

Vinnutími: Vaktavinna. Unnið er aðra hvora helgi frá kl. 14:00-18:00 laugardag og sunnudag.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Yfirmaður: Sigþrúður Harðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi, sigthrudurh@skagafjordur.is, s. 453-6070

 

Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2016

Sótt er um á heimasíðu sveitarfélagsins (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.