Greinargerð Capacent um búsetuskilyrði í Sveitarfélaginu Skagafirði

Minnt er á íbúafund sem haldin verður á Mælifelli á Sauðárkróki kl. 17:00 í dag. Þar verða kynntar niðurstöður greinargerðar Capacent um búsetuskilyrði í sveitarfélaginu. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á málinu að mæta á fundinn. Fyrir þá sem komast ekki á fundinn þá verður hann tekinn upp og birtur á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á allra næstu dögum. 

Forsaga málsins er sú að á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem haldinn var þann 24. apríl 2015, var samþykkt að ráðast í gerð könnunar á búsetuskilyrðum í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem m.a. væri leitað skýringa á fólksfækkun á svæðinu. 

Leitað var til Capacent til að vinna greinargerð um málið og var ákveðið að nálgunin yrði tvíþætt. Í fyrsta lagi að greina hverjir eru núverandi styrkleikar Skagafjarðar sem búsetusvæðis og í öðru lagi hvaða þættir það eru sem valda því að íbúum hefur fækkað eins og raun ber vitni. Í þessu sambandi var horft til atvinnutækifæra á svæðinu en einnig til grunninnviða samfélagsins, s.s. heilbrigðisþjónustu, skólamála og húsnæðismála. 

Greinargerð Capacent hefur nú verið kynnt fyrir fulltrúum atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar auk sveitastjórnarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Greinargerðina má finna hér