Gjaldskrárbreyting vegna meðhöndlun úrgangs (uppfært)

Þann 1. apríl nk. tekur gildi ný gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði í samræmi við aukna þjónustu innan sveitarfélagsins og breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Árlegt gjald fyrir heimilisúrgang verður eftirfarandi:

Sorpgjald á íbúð kr. 98.500.

Sorpeyðingargjald, sumarbústaðir kr. 32.000/hús.

Sorpgjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við sorphirðu, sorpeyðingu og urðun sorps, ásamt kostnaði við rekstur endurvinnslu- og grenndarstöðva.

 

Sorpgjald kemur í staðinn fyrir sorphirðu og sorpeyðingargjald. Breyting fyrir tímabilið 1. apríl – 31. desember 2023 er eftirfarandi og dreifist á 8 gjalddaga fasteignagjalda:

Kostnaður á íbúð í þéttbýli hækkar um 28.064 kr.

Kostnaður á íbúð í dreifbýli hækkar um 52.580 kr. vegna aukinnar þjónustu, þ.e. sorp verður sótt heim á bæi.

Kostnaður á sumarhús hækkar um 2.478 kr.

Gjalddagi fasteignagjalda þann 1. apríl tekur mið af þessum breytingum. Breytingaseðil vegna álagningarinnar má finna inn á mínum síðum á island.is.

 

Gjald fyrir söfnun og förgun á dýraleifum breytist einnig. Grunngjald sem var í fyrri gjaldskrá fellur niður, það verða fleiri flokkar búfjártegunda og gjöld per einingu hækka. Gjaldið mun miðast við meðaltalsafföll í hefðbundnum búrekstri. 

Gamla gjaldskráin gildir í einn ársfjórðung, þ.e.a.s. frá janúar - mars 2023. Sveitarfélagið hefur sent út tvo reikninga í febrúar og mars samkvæmt þeirri gjaldskrá. Þar voru innheimt 20% af árgjaldi. Í reikningi fyrir apríl er verið að innheimta 5% samkvæmt eldri gjaldskrá og árgjald samkvæmt þeirri nýju, þ.e.a.s 75% sem skipt er á 8 gjalddaga. Ef heildarfjárhæð ársins nær ekki 15.000 krónum þá er fjárhæðin innheimt að fullu með apríl gjalddaga.

Reikningar vegna söfnunar og förgunar dýraleifa með breytingum verða sendir út í dag.
* Komið hefur í ljós að hluti útgefinna reikninga var með ófullnægjandi upplýsingar og verða þeir bakfærðir og nýjir gefnir út. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið. 

 

 

Hér að neðan má nálgast Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði og Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði.

Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði.

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði.

*Fréttin uppfærð 30.03. 2023