Bronsverðlaun til Grunnskólans austan Vatna í Nýsköpunarkeppninni

mynd feykir.is
mynd feykir.is

Á lokahátíð Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í Reykjavík voru nemendur úr skólum Skagafjarðar sigursælir. Ólafur Ísar Jóhannesson úr Grunnskólanum austan Vatna hlaut bronsverðlaun í landbúnaðarflokki fyrir moðpressara og eins og komið hefur fram hlaut Þórir Árni Jóelsson silfurverðlaun fyrir ferðabrú fyrir fé og hross. Á myndinni má sjá Ólaf Ísar taka á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands.