Fréttir

Auglýsing um skipulagsmál - Borgargerði 4 og Sólheimar 2

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 57. fundi sínum þann 31. júlí síðastliðinn að auglýsa skipulagslýsingar um gerð deiliskipulags, fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit og Sólheima 2 í Blönduhlíð, samkvæmt 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkti á
Lesa meira

Opnunartími sundlauga og lokun hluta Skagfirðingabrautar um helgina

Nú er verslunarmannahelgin framundan og unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um helgina. Athygli er vakin á breyttum opnunartíma í Sundlaug Sauðárkróks á laugardegi og sunnudegi. Keppt verður í sundi á laugardagsmorgninum og opnar laugin kl 13:00 þann daginn og opið verður lengur á sunnudeginum eða til kl 20:00. Opnunartími í Varmahlíðarlaug lengist og er opið til kl 18:00 á laugardegi og sunnudegi. Opið verður í Sólgarðalaug á mánudeginum en opnunartími í sundlauginni á Hofsósi er sá sami frá 9:00 til 21:00. Við viljum einnig vekja athygli á að hluta Skagfirðingabrautar verður lokað, frá Öldustíg að innkeyrslu við bílastæði Árskóla, föstudag, laugardag og sunnudag, 4.-6. ágúst, milli kl 8:00 og 18:00 vegna unglingalandsmótsins.
Lesa meira

Ráðning forstöðumanns Iðju-hæfingar

Guðrún Ösp Hallsdóttir þroskaþjálfi hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Iðju – hæfingar, þjónustu við fatlað fólk á Sauðárkróki. Guðrún Ösp tekur við starfinu af Jónínu G. Gunnarsdóttur iðjuþjálfa sem lét nýlega af störfum. Forstöðumaður starfar á fjölskyldusviði og kemur að skipulagi og samþættingu þjónustu við fatlað fólk á sameiginlegu þjónustusvæði á Norðurlandi vestra.
Lesa meira

Umgengni við jarðvegstipp á Sauðárkróki

Af gefnu tilefni minnum við á að jarðvegstippurinn sunnan við leikskólann Ársali á Sauðárkróki er einungis ætlaður til að losa sig við jarðveg, garðaúrgang og smærri greinar. Steypuúrgangur og stórar greinar eiga að fara í gryfjurnar við Gránumóa og annað sorp í Flokku. Ef komið er með garðaúrganginn í plastpokum á að losa úr pokunum og taka þá með sér aftur.
Lesa meira

Félagsleikar Fljótamanna haldnir um helgina

Lesa meira

Lagfæringar á veginum í Austurdal

Lesa meira

Rafmagnslaust víða frá hesthúsahverfi við Hofsós að Fljótum 13. júlí

Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskipakoman á Sauðárkrók í sumar

Lesa meira

Nafnasamkeppni – nýjar götur í frístundabyggð við Varmahlíð

Lesa meira

Auglýsing um skipulagsmál - Frístundabyggð við Varmahlíð og Ljónsstaðir

Lesa meira