Fréttir

Upplýsingar um Hvatapeninga

Frá því að Sveitarfélagið Skagafjörður ákvað að taka upp NÓRA skráningakerfi vegna frístunda- og íþróttastarfs barna hefur verið kappkostað að öll aðildarfélög innan UMSS sem bjóða upp á íþróttaæfingar fyrir börn og ungmenni, nýti sér það kerfi. Með því að nýta NÓRA er umsóknarferli vegna Hvatapeninga einfaldað til muna.
Lesa meira

Fyrsti samningur um notendastýrða persónulega aðstoð undirritaður

Gunnar Heiðar Bjarnason var á dögunum fyrsti til að skrifa undir samning hjá Fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar um notendastýrða persónulega aðstoð ( NPA ) eftir að NPA var lögfest 1.október 2018.
Lesa meira

Verndarsvæði í byggð á Hofsósi

Á fundi sveitarstjórnar þann 12. desember síðastliðinn var samþykkt að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlisins á Hofsósi. Um er að ræða bæjarkjarnana Plássið og Sandinn sem eru samtals um 3 ha að stærð og afmarkast af Brekkunni að norðan, af brekkubrún Bakkans að austan og sjó og hafnargarði að sunnan og vestan.
Lesa meira

Opið hús hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Brunavarnir Skagafjarðar fengu á dögunum afhenta nýja Skania slökkvibiðreið og héldu af því tilefni opið hús á slökkvistöðinni á Sauðárkróki. Fólki var boðið að skoða nýja slökkvibílinn og kynna sér starfsemi og búnað slökkviliðsins.
Lesa meira

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn

Lesa meira

Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð og Barnamenningarsjóð

Hljóðritasjóður veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun og geta tónlistarmenn, jafnt einstaklingar sem hljómsveitir, útgáfufyrirtæki og aðrir er koma að hljóðritun tónlistar sótt um í Hljóðritasjóð. Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.
Lesa meira

Könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á Norðurlandi vestra

Þessa dagana stendur yfir vinna á vegum SSNV við að skoða raunverulega stöðu fjarskipta á Norðurlandi vestra, en á haustþingi SSNV í október sl. var skipuð samgöngu- og innviðanefnd með það að hlutverki að vinna að upplýsingaöflun vegna samgönguáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna.
Lesa meira

Opið hús hjá Brunavörnum Skagafjarðar föstudaginn 22. febrúar

Opið hús hjá Brunavörnum Skagafjarðar á föstudaginn. Nýr slökkvibíll verður til sýnis ásamt öðrum tækjum slökkviliðsins.
Lesa meira

Nýjung á heimasíðu - innsendir viðburðir

Lesa meira

Umsóknir opnar fyrir byggðakvóta 2018/2019

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta fyrir Skagafjörð fyrir 2018/2019. Umsóknafrestur er til 25. febrúar.
Lesa meira