Fara í efni

Skólasamfélagið

Í Skagafirði er öflugt og framsækið skólasamfélag sem býður upp á nám á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla. Leitast er eftir að halda vel utan um nemendur hvað varðar aðstöðu og búnað. Í Skagafirði er lögð rík áhersla á góð samskipti á milli heimilis og skóla. Menntastefna Skagafjarðar skapar umgjörð um skólasamfélagið, stefnan snýr að þörfum barna og ungmenna í námi sem og velferð þeirra og henni er ætlað að mæta áskorunum samfélagsins á hverjum tíma.

Leikskólar Sveitarfélagið Skagafjörður hefur það að markmiði að bjóða öllum börnum leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri. Leikskólar eru starfræktir á fjórum stöðum í sveitarfélaginu; á Sauðárkróki, Varmahlíð, Hofsósi og Hólum í Hjaltadal. Í öllum leikskólunum er lögð áhersla á faglega vinnu með börnum sem stuðlar að alhliða þroska þeirra og færni. Leikurinn er í fyrirrúmi en fjölþættum, þroskandi verkefnum er blandað inn í leikinn. Aðalnámskrá leikskóla, Menntastefnan og Lestrarstefna Skagafjarðar eru leiðarstef í faglegum áherslum. Rík áhersla er lögð á vellíðan og öryggi barnanna sem og einstaklingsmiðun í öllu starfi.

Grunnskólar eru starfræktir á fjórum stöðum í sveitarfélaginu, á Sauðárkróki, Varmahlíð, Hofsósi og Hólum í Hjaltadal. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur leitast við að búa skólunum góða aðstöðu til þróunar skólastarfs. Grunnskólar Skagafjarðar eru framarlega í notkun upplýsingatækni og þróun nýrra kennsluhátta. Teymiskennsla er í öllum skólunum. Lögð er áhersla á að skólastarf sé opið og að samstarf við heimilin sé öflugt. Aðalnámskrá grunnskóla, Menntastefnan og Lestrarstefna Skagafjarðar eru leiðarstef í faglegum áherslum. Rík áhersla er lögð á vellíðan og öryggi barnanna sem og einstaklingsmiðun í öllu starfi.

 

Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra er staðsettur á Sauðárkróki og stunda rúmlega 500 nemendur nám við skólann. Fjölbreytt nám er í boði, allt frá bóknámi til iðnmenntunar og er aðstaða eins og best er á kosið. Hluti af kjarnastarfsemi skólans er iðnnám og starfsnámsbrautir og býður skólinn upp á nám í helstu iðngreinum. Jafnframt býður skólinn upp á helgarnám í rafvirkjun og húsasmíði, ætlað einstaklingum á vinnumarkaði sem vilja bæta við sig iðnmenntun. 
FNV starfrækir einnig íþróttaakademíu með það að markmiði að styðja við ungt og efnilegt íþróttafólk til að iðka sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða námi sínu.

Heimasíða FNV

 

Háskólinn á Hólum er öflugur háskóli sem býður upp á gæða nám á grunn- og framhaldsskólastigi háskóla sem og öflugt rannsóknarstarf. Háskólinn er miðstöð þekkingar á þremur sérsviðum: hestafræði, ferðamálafræði og fiskeldis-, sjávar- og vatnalíffræði. 

Heimasíða Háskólans á hólum