Fréttir

Dagur kvenfélagskonunnar í dag

Sveitafélagið Skagafjörður sendir kvenfélagskonunum sínum í kvenfélögum Lýtingsstaðahrepps, Rípuhrepps, Sauðárkróks, Seyluhrepps, Skarðshrepps, Hóla- og Viðvíkurhrepps, Staðarhrepps, Skefilsstaðahrepps, Hofsóss og Fljótum bestu kveðjur í tilefni dagsins með þökk fyrir ómetanleg störf í gegnum árin.
Lesa meira

Álagningu fasteignagjalda 2019 lokið

Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".
Lesa meira

Auglýsing um skipulagsmál - breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. desember síðastliðinn var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu um umhverfismat áætlana. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði 23. janúar síðastliðinn og eru glærur frá fundinum nú aðgengilegar hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Breytingar á fyrirkomulagi umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning 18 ára og eldri

Íbúðalánasjóður annast afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2019. Allir sem sækja um húsnæðisbætur á heimasíðu Íbúðalánasjóðs husbot.is fara sjálfkrafa í útreikning á sérstökum húsnæðisstuðningi. Skilyrði er þó að umsækjendur samþykki upplýsingagjöf til sveitarfélags, skv. 28.gr. laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur. Athygli er vakin á því að EKKI þarf að sækja sérstaklega um sérstakan húsnæðisstuðning.
Lesa meira

Hvatapeningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hækka úr 8.000 krónum í 25.000 krónur

Þann 26. nóvember síðastliðinn samþykkti Félags- og tómstudarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tilllögu um að hækka hvatapeninga Sveitarfélgsins úr 8.000 krónum í 25.000 krónur frá og með 1. janúar 2019.
Lesa meira

Ræsing Skagafjarðar og Ratsjáin

Kynningarfundur um Ræsingu Skagafjarðar og Ratsjána verður 29. janúar á Kaffi Krók kl. 17:00. Boðið verður upp á súpu og brauð.
Lesa meira

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði stendur fyrir fyrirlestri um markaðssetningu áfangastaða og hlutverk sjálfsímyndar staða

Lesa meira

Árshátíð 6.-10. bekkjar Varmahlíðarskóla

Árshátíð nemenda í 6.-10. bekk í Varmahlíðarskóla verður í menningarhúsinu Miðgarði fimmtudaginn 17. janúar kl. 17:00 og föstudaginn 18. janúar kl. 20:00. Sýndur verður söngleikurinn Cry-Baby í leikstjórn Trostans Agnarssonar og Írisar Olgu Lúðvíksdóttur við undirleik hljómsveitar Stefáns Gíslasonar og eru allir velkomnir á sýningarnar.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur 16. janúar 2019

Fundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að Sæmundargötu 7 miðvikudaginn 16. janúar 2019 og hefst hann kl. 16:15.
Lesa meira

Opinn kynningarfundur um tillögu að breytingum á aðalskipulagi 2009-2021 í Miðgarði 23. janúar

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 12. desember 2018 að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Lesa meira