Fréttir

8. bekkur Árskóla í Heimabyggðarvali heimsækir sveitarstjóra

Nemendur úr 8. bekk Árskóla, sem stundað hafa nám í Heimabyggðarvali í haust heimsóttu Sigfús Inga Sigfússon, sveitarstjóra, í dag. Tilefnið var að afhenda honum niðurstöður úr verkefni sem þau unnu í valgrein sem nefnist Heimabyggðarval. Í valgreininni gerðu þau verkefni þar sem þau reyndu að komast að því hvað væri gott við Sauðárkrók og svo hvað mætti bæta.
Lesa meira

Fullveldi, frelsi, lýðræði - hvað er nú það?!

Lesa meira

Lestur úr nýjum bókum í Safnahúsinu

Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 14. nóvember verður lesið úr nýjum bókum á bókasafninu á Sauðárkróki og hefst samkoman kl. 20.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur 14. nóvember

Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2018 kl 16:15 að Sæmundargötu 7.
Lesa meira

Vinaliðaverkefnið hlaut hvatningarverðlaun dags gegn einelti 2018

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti í gær Vinaliðaverkefninu hvatningarverðlaun dags gegn einelti 2018. Guðjón Örn Jóhannsson verkefnastjóri verkefnisins og Selma Barðdal Reynisdóttir, fræðslustjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, tóku við verðlaununum við athöfn sem haldin var í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði.
Lesa meira

Viðburðir í jóladagskrá

Lesa meira

Iðja-dagþjónusta auglýsir eftir þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa

Um 90% starf er að ræða frá 1. janúar 2019. Starfsmaður hefur með höndum faglega yfirsýn á þjónustu við notendur iðju-dagþjónustu. Hann vinnur m.a. að gerð einstaklings- og þjálfunaráætlana með notendum í samráði við yfirmann. Hann veitir notendum aðstoð við athafnir daglegs lífs, umönnun, þjálfun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.
Lesa meira

Skráning á Mannamót 2019 er hafin

Lesa meira

Menntamálastofnun minnir á dag gegn einelti 8. nóvember

Á þessum degi eru jákvæð samskipti í fyrirrúmi og skólasamfélagið hvatt til að taka höndum saman gegn einelti og slæmum samskiptum.
Lesa meira

Árshátíð 1.-5. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin á morgun

Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 16:30 fer fram árshátíð 1.-5. bekkjar Varmahlíðarskóla í Menningarhúsinu Miðgarði, en sýningin hefur fengið nafnið Ævintýragrauturinn og verða valdir bútar úr ævintýrum Thorbjørns Egner fluttir af nemendum 1.-5. bekkjar skólans.
Lesa meira