Fréttir

Laufskálaréttarhelgin framundan

Drottning íslenskra stóðrétta, Laufskálarétt, verður haldin nú um helgina. Af því tilefni verður margt um að vera á svæðinu um helgina.
Lesa meira

Tún til leigu á Nöfunum

Sveitarfélagið auglýsir til leigu tún á Nöfunum á Sauðárkróki. Lóð 40, fastanúmer 233-7268, landnúmer 218116 - stærð 9.768 m².
Lesa meira

Opnunartími í sundlauginni á Hofsósi í september

Búið er að lengja opnunartíma í sundlauginni á Hofsósi í september. Opið verður mánudaga til föstudaga kl 07-20 og laugardaga og sunnudaga kl 11-18.
Lesa meira

Nokkur fjölgun á sýningu Söguseturs íslenska hestsins í sumar

Á vefsíðu Söguseturs íslenska hestsins er sagt frá því að sumaropnun Söguseturs íslenska hestsins árið 2018 hafi lokið þann 31. ágúst. Gestir voru alls 1177, þar af 153 börn.
Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar afhentar

Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar fór fram í fjórtánda sinn í gær, en það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir Sveitarfélagið. Í ár voru veittar viðurkenningar í 5 flokkum, en þá hafa verið veittar 87 viðurkenningar á 14 árum.
Lesa meira

Afhending umhverfisviðurkenninga

Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samstarfi við Soroptimistaklúbb Skagafjarðar fer fram í dag, fimmtudaginn 13. september í Húsi Frítímans kl. 17:00.
Lesa meira

Íbúafundur á Hofsósi um verndarsvæði í byggð

Boðað er til opins íbúafundar í Höfðaborg mánudaginn 17. september kl. 17:00.
Lesa meira

Laus störf hjá sveitarfélaginu

Auglýst eru til umsóknar nokkur laus störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði á ýmsum sviðum. Verkefnastjórar, liðveisla, bókavörður, starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk og starfsmaður í sundlaugina á Hofsósi.
Lesa meira

Formleg lyklaskipti í Ráðhúsinu á Sauðárkróki

Formleg lyklaskipti fóru fram í Ráðhúsinu á Sauðárkróki í gær þegar Ásta Pálmadóttir, fráfarandi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, afhenti nýjum sveitarstjóra, Sigfúsi Inga Sigfússyni lyklana.
Lesa meira

Héraðsbókasafn Skagfirðinga óskar eftir starfsmanni

Um 100% starf er að ræða og óskað er eftir að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Lesa meira