Fara í efni

Íþróttir

Sveitarfélagið Skagafjörður er Heilsueflandi Samfélag. Mikið og öflugt íþróttalíf er í Skagafirði og er öll íþróttaaðstaða til fyrirmyndar. Lagt er upp með að börn geti stundað sínar íþróttir í beinu framhaldi af skólanum og eru íþróttamannvirki í stuttu göngufæri frá skólunum. 

Fjölbreytt úrval íþrótta er í boði í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem körfubolti og fótbolti eru fjölmennustu íþróttagreinarnar.  Einnig er boðið upp á æfingar í sundi, frjálsum, golfi, skíðum, júdó og badminton svo eitthvað sé nefnt. Hestamennska á sér djúpar rætur í Skagafirði, bæði sem áhugamál og íþrótt og er öflugt starf tengt hestaíþróttum í boði á svæðinu.

Skíðasvæðið í Tindastóli býður upp á frábæra aðstöðu til skíðaiðkunar. Hvort sem farið er á svigskíði, snjóbretti, fjallaskíði eða göngiskíði þá eru brautir við allra hæfi. Nýjasta viðbótin á skíðasvæðinu er topplyftan sem býður upp á skemmtilegar brekkur og ómótstæðilegt útsýni yfir Skagafjörð.

Nánar um skíðasvæðið

 

Hlíðarendavöllur á Nöfunum á Sauðárkróki er einn lengsti og glæsilegasti 9 holu golfvöllur landsins og fær einróma lof þeirra sem hann sækja. Hann þykir sérstaklega erfiður fyrir þá sem spila á rauðum teigum. Af hvítum teigum er völlurinn tæplega 6000 metrar.

Nánar um golfvöllinn