Fréttir

Opið hús í Iðju 3. desember

Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks verður opið hús í Iðju við Sæmundarhlíð mánudaginn 3. desember kl 10-15.
Lesa meira

Ljósin tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi

Á morgun laugardaginn 1. des verður kveikt á jólaljósunum á Kirkjutorgi á Sauðárkróki, friðarganga Árskóla fer að krossinum á Nöfunum og tendrar ljós og margt fleira verður um að vera um allt héraðið.
Lesa meira

Íbúafundi á Hofsósi frestað til 5. desember

Íbúafundi sem vera átti í Höfðaborg kl. 17 í dag er frestað vegna veðurs til miðvikudagsins 5. desember kl. 17. Fundartími íbúafundar á Sauðárkróki kl. 20 í kvöld er óbreyttur.
Lesa meira

Fræðsla um eldvarnir skilar árangri

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg undanfarin ár. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá jafnan afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar.
Lesa meira

Laus störf

Laus eru til umsóknar mörg fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu, umsjónarmaður á verkstæði, bókari, hafnarstjóri, yfirhafnarvörður, starfsmaður í Fellstún og leikskólann Tröllaborg.
Lesa meira

Afmæli Dagdvalar aldraðra

Þann 20. nóvember síðastliðinn voru liðin 20 ár frá því Dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki. Af því tilefni verður opið hús í dag fimmtudag 22. nóvember og á morgun kl 13-15 í dagdvölinni sem er til húsa í dvalarheimilinu á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Lesa meira

Mikil gróska og jákvæðni í skólamálum í Skagafirði

Fyrir utan hefðbundið skólastarf þá hefur æði margt verið á döfinni hér í okkar skólasamfélagi síðustu vikur. Í lok október var prufukeyrð ný matsaðferð í skólastarfi sem ber heitið Skólaspegill- staðfest sjálfsmat, aðferðin er skosk að uppruna.
Lesa meira

Opnir íbúafundir

Boðað er til opinna íbúafunda í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem umfjöllunarefnið er fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 og hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirra í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjármálastefnu.
Lesa meira

Auglýsingar um skipulagsmál

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt lýsingar fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóðina Víðimelur Suðurtún 1 og landið Helgustaði í Unadal samkvæmt 3. mgr 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Framúrskarandi skagfirsk fyrirtæki 2018

Lesa meira