Fréttir

Árshátíð miðstigs Árskóla

Árleg árshátíð miðstigs Árskóla (5., 6. og 7. bekkjar) verður haldin í félagsheimilinu Bifröst í dag og á morgun. Dagskráin er fjölbreytt að vanda, leikur og söngur úr ýmsum áttum.
Lesa meira

Auglýsing um deiliskipulag við Freyjugötu 25

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags við lóðina Freyjugötu 25 á Sauðárkróki en á lóðinni er bygging sem áður var kennsluhúsnæði Árskóla.
Lesa meira

Starfsmaður óskast í þjónustu við fatlað fólk

Starfsmaður starfar á heimili fyrir fatlaða einstaklinga. Starfið felur í sér að aðstoða fatlaða einstaklinga við athafnir daglegs lífs, s.s. við umönnun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.
Lesa meira

Sundlaugin í Varmahlíð opnar kl 15 mánudaginn 29. janúar

Næstkomandi mánudag þann 29. janúar opnar sundlaugin í Varmahlíð ekki fyrr en kl 15 í staðinn fyrir kl 9 eins og vanalega á mánudögum. Ástæðan er námskeið sem starfsfólk sundlaugarinnar er að fara á.
Lesa meira

Álagningu fasteignagjalda 2018 lokið

Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".
Lesa meira

Framúrskarandi skagfirsk fyrirtæki 2017

Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Að þessu sinni komust 868 fyrirtæki á listann og hafa þau aldrei verið fleiri.
Lesa meira

Starf í liðveislu er laust til umsóknar

Starfsmaður aðstoðar blindan einstakling í nágrenni Varmahlíðar. Starfið felst m.a. í aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegum stuðningi. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur þriðjudaginn 23. janúar

Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 23. janúar 2018 kl. 16:15 að Sæmundargötu 7.
Lesa meira

Skólaritari óskast á Leikskólann Ársali

Um 50% starfshlutfall er að ræða frá 1. mars 2018. Skólaritari starfar á skrifstofu leikskóla við almenn skrifstofustörf. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Lesa meira

Sundlaug Sauðárkróks opnar á þriðjudaginn

Framkvæmdir við sundlaugina á Sauðárkróki ganga vel en hún opnar eftir þennan fyrsta framkvæmdaáfanga á þriðjudagsmorgun 23. janúar á venjulegum tíma kl 6:50.
Lesa meira