Fréttir

Leikskólinn Tröllaborg auglýsir laust starf

Í raun er um þrjú hlutastörf að ræða sem eru sameinuð til að ná fullu starfshlutfalli. Starfsmaður á leikskóla starfar með börnum í leik og starfi undir stjórn deildarstjóra og framfylgir faglegri stefnu leikskólans. Matráður starfar í matsal/eldhúsi við m.a. undirbúning og framreiðslu á mat, frágangi og þrifum. Starfsmaður í ræstingu starfar við þrif í leikskólanum.
Lesa meira

Skógardagur í Grunnskólanum austan Vatna

Árlega er haldinn Skógardagur í Grunnskólanum austan Vatna þar sem nærumhverfið á Hólum í Hjaltadal er nýtt til kennslu. Þann sama dag tóku nemendur einnig þátt í Norræna skólahlaupinu og enduðu daginn á að hlusta á danstónlist leikna af hljómsveitinni Milkywhale.
Lesa meira

Sundlaugin á Hofsósi auglýsir hlutastarf laust til umsóknar

Starfið felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum, ásamt afgreiðslu og baðvörslu. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Lesa meira

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í afmælisdagskrá FÍ, en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Ferðafélag Skagfirðinga kynnir lýðsheilsugöngur á Sauðárkróki. Brottför er kl. 18 á miðvikudögum út september.
Lesa meira

Árskóli óskar eftir starfsmanni í mötuneyti

Í starfinu felst meðal annars undirbúningur og framreiðsla á mat, frágangur og þrif. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Lesa meira

Ærslabelgur á Hofsósi

Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni settu af stað söfnun í sumar fyrir ærlsabelg á Hofsósi. Sveitarfélagið lýsir yfir ánægju með framtakið en það sá um uppsetningu belgsins og rekstur belgsins.
Lesa meira

Ályktun sveitarstjórnar vegna alvarlegrar stöðu í sauðfjárrækt

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur til samræmdra aðgerða hagsmunaaðila til að taka á þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi er í sauðfjárrækt á Íslandi nú þegar allt að þriðjungslækkun afurðaverðs blasir við sauðfjárbændum.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 6. september

Fundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 6. september 2017, að Sæmundargötu 7 og hefst fundurinn kl. 16:15
Lesa meira

Ný útgáfa göngukorta

Út er komin ný útgáfa göngukorta yfir svæðið á milli Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu. Annars vegar er um að ræða kort yfir Skaga á milli Húnaflóa og Skagafjarðar, og hins vegar kort sem nær yfir svæðið frá Skagafirði til Vatnsdals.
Lesa meira