Fréttir

Styrkur til eflingar kennslu og náms með spjaldtölvum

Í gær veitti verkefnisstjórn Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði Fræðsluþjónustu Sveitarfélagsins Skagafjarðar styrk að upphæð 7 milljónir króna til að unnt væri að ljúka innleiðingu og eflingu kennslu og náms með spjaldtölvum.
Lesa meira

Daggæsla barna í leikskólum og á einkaheimilum í Skagafirði

Staðan í dagvistarmálum á Sauðárkróki virðist ætla að verða mjög erfið á þessu ári. Nú starfa tveir dagforeldrar á Sauðárkróki með samtals níu börn í vistun. Til að anna biðlista þyrftu að vera starfandi 5-6 dagforeldrar á svæðinu. Sveitarfélagið hefur áform um aðgerðir til að gera starf dagforeldra meira aðlaðandi og vilja ræða við þær/þá sem hafa áhuga á þessu starfi.
Lesa meira

Nemendur Grunnskólans austan Vatna hlutu verðlaun í verkefninu Landsbyggðarvinir

Nemendur 8. - 10. bekkjar í Grunnskólanum austan Vatna tóku nýlega þátt í verkefni sem ber yfirskriftina Landsbyggðarvinir. Verkefnið miðar að því að nemendur leiti leiða til að efla og styrkja heimabyggð sína með því að leggja fram sínar eigin hugmyndir, tillögur til úrbóta, fylgja þeim eftir og framkvæma.
Lesa meira

Garðyrkjudeildin auglýsir tímabundið starf garðyrkjufræðings laust til umsóknar

Um 100% starf er að ræða tímabilið 1. apríl 2017 - 30. september 2017.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur 15. febrúar 2017

Næsti fundur Sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar 2017 kl. 16:15 að Sæmundargötu 7a.
Lesa meira

Garðyrkjudeild sveitarfélagsins óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar

Garðyrkjudeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir þrjú tímabundin störf laus til umsóknar.
Lesa meira

Námskeiði nýlokið í „Thrive“ þjálfun

Sveitarfélagið Skagafjörður hlaut styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla á sl. ári og stóð fyrir námskeiði nú á dögunum, sem kallast „Thrive“. Segja má að um sé að ræða byltingarkennda, sálfræðilega þjálfun sem snýr að því að búa börn og unglinga undir lífið með því að efla sjálfstraust og sjálfsvitund,
Lesa meira

Skólamáltíð og síðdegisgæsla og 9. tíminn á leikskóla ódýrust í Sveitarfélaginu Skagafirði

Nýverið hafa birst niðurstöður samanburðar verðlagseftirlits ASÍ á gjöldum fyrir ýmsa þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins. Sveitarfélagið Skagafjörður kemur vel út í þeim samanburði og má m.a. nefna að gjald fyrir hádegisverð, síðdegisvistun og hressingu er lægst í Sveitarfélaginu Skagafirði og gildir hið sama um 9. tíma í vistun barns á leikskóla.
Lesa meira

Myndband úr Ársölum

Í dag er dagur leikskólans og af því tilefni gerði starfsfólk Ársala á Sauðárkróki myndband um starfsemina sem sýnir vel hið fjölbreytta starf sem þar fer fram.
Lesa meira

Opið hús í Ársölum á degi leikskólans

Í tilefni af degi leikskólans mánudaginn 6. febrúar verður opið hús á eldra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki. Þar verður gestum og gangandi boðið að koma og fylgjast með daglegu starfi leikskólans bæði úti og inni.
Lesa meira