Fréttir

Tímabundið starf í Kleifatúni er laust til umsóknar

Um 85% starf er að ræða. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur

Fundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar að Sæmundargötu 7b í dag og hefst hann kl. 16:15
Lesa meira

Dekkjakurl verður fjarlægt af völlum sveitarfélagsins

Samkvæmt ályktun Alþingis frá 2. júní 2016 um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum var umhverfis- og auðlindaráðherra falið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnun, að móta áætlun sem miðaði að því að kurluðu dekkjagúmmíi yrði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það væri að finna.
Lesa meira

Fjölbreytt starfsemi skagfirskra safna

Fjölbreytt starfsemi er hjá Byggðasafni Skagfirðinga og er útgáfa fræðirita einn þáttur starfseminnar. Ritið Þrif og þvottar í torfbæjum kom út á dögunum en þetta er annað ritið í ritröð safnsins. Sögusetur íslenska hestsins setti á síðasta ári upp nýja sýningu, Uppruni kostanna, og kynningarefni safnsins var allt yfirfarið og endurútgefið.
Lesa meira

Mamma Mia í Miðgarði á föstudaginn

Nemendur eldri bekkja Varmahlíðarskóla halda sína árshátíð næstkomandi föstudagskvöld 13. janúar í Menningarhúsinu Miðgarði kl 20. Það er söngleikurinn vinsæli Mamma Mia sem verður settur á svið í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur.
Lesa meira

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga auglýsir stöðu skjalavarðar lausa til umsóknar

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga er elsta héraðsskjalasafn landsins, stofnað árið 1947. Safnið varðveitir stærsta safn einkaskjala utan Reykjavíkur auk mikils magns opinberra heimilda og ljósmynda.
Lesa meira

Álagning fasteignagjalda 2017

Álagning fasteignagjalda 2017 er nú í vinnslu. Álagningin byggir á gildandi fasteignamati allra fasteigna eins og það er í janúar ár hvert. Fasteignagjöld eru árlega lögð á allar fasteignir, nema þær séu undanþegnar með lögum, og ber eigandi á hverjum tíma ábyrgð á greiðslu þeirra. Eigendum fasteigna er bent á að tilkynna breytingar sem fyrst til sveitarfélagsins, er lúta að álagningunni og innheimtu.
Lesa meira

Styrkir til meistaranema á sviði sveitarstjórnamála

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki.
Lesa meira

Framlengdur umsóknarfrestur vegna tímabundins starfs í Kleifatúni

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hefur til að bera lipurð í mannlegum samskiptum.
Lesa meira