Fréttir

Náms- og starfsráðgjafi óskast til starfa við grunnskólana í Skagafirði

Upphaf starfs er frá 1. janúar 2018 eða eftir samkomulagi.
Lesa meira

Lúsíuhátíð í dag

Lúsíuhátíð 6. bekkjar Árskóla er í dag. Lúsíurnar hafa verið á ferðinni um bæinn og hafa sungið á nokkrum stöðum. Hátíðin endar með Lúsíusöng í matsal Árskóla kl. 17:00. Þangað eru allir velkomnir.
Lesa meira

Jóladagskrá 6.-14. desember

Það er orðið ansi jólalegt í Skagafirði þó að snjóinn hafi að miklu leyti tekið upp. Fyrirtæki og íbúar eru margir hverjir búnir að hengja jólaskraut í glugga og börnin bíða með tilhlökkun eftir fyrsta jólasveininum sem væntanlegur er í byrjun næstu viku. Í fréttinni má nálgast jóladagskrá sveitarfélagsins sem nær frá 6.-14. desember.
Lesa meira

Ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi

Það var ákaflega skemmtileg stund í dag þegar ljós voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki. Dagskráin byrjaði raunar í morgun þegar fjölmörg fyrirtæki og félagasamtök stóðu fyrir fjölbreyttum viðburðum. Má þar nefna jólahlaðborð Rótarý og afmæliskaffi á vegum sveitarfélagsins í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því að Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi.
Lesa meira

Áætlunarflug á Sauðárkrók í boði frá og með deginum í dag

Í dag lenti fyrsta áætlunarvélin á Sauðárkróki eftir nokkurra ára hlé. Það ríkti gleði í flugstöð Alexandersflugvallar þegar beðið var eftir vélinni sem lenti kl. 13:40 í dag, þann 1. desember. Til að byrja með verður flogið fjórum sinnum í viku, eitt flug á föstudögum, eitt á mánudögum og tvö flug á þriðjudögum. Um tilraunaverkefni er að ræða til sex mánaða en framhaldið ræðst af eftirspurn flugfarþega.
Lesa meira