Fréttir

Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn á Króknum

Íbúafundur var haldinn í fundarsal sveitarfélagsins í Húsi frítímans í gær, 21. nóvember, um verkefnið verndarsvæði í byggð þar sem kynnt var tillaga að verndun gamla bæjarins á Sauðárkróki.
Lesa meira

Ný og endurskoðuð áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni

Sveitarstjórn hefur samþykkt nýja og endurskoðaða Stefnu og viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Allt starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar á rétt á að komið sé fram við það af virðingu og umhyggju. Sveitarfélagið Skagafjörður tekur skýra afstöðu gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.
Lesa meira

Deildarstjóri óskast á Leikskólann Birkilund í Varmahlíð

Deildarstjóri vnnur að uppeldi og menntun barnanna. Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni, annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar, ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar, hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
Lesa meira

Útgáfuhátíð Byggðasögu Skagafjarðar

Útgáfu áttunda bindis Byggðasögu Skagafjarðar verður fagnað laugardaginn 18. nóvember kl 14 í Gistihúsinu Gimbur á Reykjarhóli á Bökkum í Fljótum. Í þessu bindi er fjallað um hinn gamla Fellshrepp og Haganeshrepp og Hjalti Pálsson fer með ritstjórn eins og í fyrri bindum.
Lesa meira

Viðburðir í jóladagskrá Skagafjarðar

Sveitarfélagið Skagafjörður mun birta jóla- og áramótadagskrá í Sjónhorninu í desember líkt og síðustu ár. Þeir sem hafa áhuga á að koma viðburði á aðventu, jólum eða um áramót á framfæri í dagskránni eru beðnir um að senda inn upplýsingar um það fyrir mánudaginn 20. nóvember nk.
Lesa meira

Atvinnupúlsinn - 4. þáttur

Fjórði þáttur Atvinnupúlsins í Skagafirði var sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 í gærkvöldi. Í þættinum var rætt við Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra Rarik og Erlu Björk Örnólfsdóttur, rektor Háskólans á Hólum. Auk þess var farið í heimsókn til Mjólkursamlags KS, héraðsfréttablaðsins Feykis og Kjötafurðastöðvar KS.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807 og því eru 210 ár frá fæðingardegi hans í dag. Í tilefni dagsins verður dagskrá í Löngumýri þar sem Skagfirski kammerkórinn, kór eldri borgara og nemendur 7. bekkjar Varmahlíðarskóla verða með dagskrá helgaða skáldinu Halldóri Kiljan Laxness og íslenskunemar í FNV ætla að þreyta sund í sundlaug Sauðárkróks til heiðurs sundáhuga Jónasar.
Lesa meira

Íbúafundur á Sauðárkróki um verndarsvæði í byggð

Boðað er til íbúafundar í fundarsal sveitarfélagsins í Húsi frítímans þriðjudaginn 21. nóvember kl 17 til kynningar á verkefninu verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki. Sveitarfélagið hlaut styrk frá Minjastofnun Íslands árið 2015 til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi.
Lesa meira

Lestur úr nýjum bókum í Safnahúsi

Í kvöld 15. nóvember munu fjórir höfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg á Sauðárkróki. Samkoman hefst kl 20 og eru allir velkomnir.
Lesa meira

Starfsmaður óskast í liðveislu í nágrenni Varmahlíðar

Starfsmaður aðstoðar blindan einstakling í nágrenni Varmahlíðar. Starfið felst m.a. í aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegum stuðningi. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Lesa meira