Áætlunarflug á Sauðárkrók í boði frá og með deginum í dag
01.12.2017
Fréttir
Í dag lenti fyrsta áætlunarvélin á Sauðárkróki eftir nokkurra ára hlé. Það ríkti gleði í flugstöð Alexandersflugvallar þegar beðið var eftir vélinni sem lenti kl. 13:40 í dag, þann 1. desember. Til að byrja með verður flogið fjórum sinnum í viku, eitt flug á föstudögum, eitt á mánudögum og tvö flug á þriðjudögum. Um tilraunaverkefni er að ræða til sex mánaða en framhaldið ræðst af eftirspurn flugfarþega.
Lesa meira