Fréttir

Áramótabrennur í Skagafirði

Nú líður að lokum ársins 2017 og munum við kveðja það með hefðbundnum hætti með brennum og flugeldasýningum sem björgunarsveitirnar sjá um. Fjórar áramótabrennur eru í Skagafirði og verður kveikt í þeim öllum kl 20:30.
Lesa meira

Íþróttamenn UMSS og UMFT 2017

UMSS veitti íþróttamanni Skagafjarðar, liði ársins og þjálfara ársins viðurkenningar í gær við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans. Við sömu athöfn veitti UMF Tindastóls íþróttamanni Tindastóls 2017 viðurkenningu.
Lesa meira

Hátíðarkveðja

Við óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Lesa meira

Opnunartími sundlauga um jól og áramót

Nú fer hátíð í hönd og styttist því opnunartími sundlauga sveitarfélagsins í nokkra daga og lokað verður á jóladag, annan dag jóla og nýársdag.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun 2018-2022 samþykkt

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2018-2022 var samþykkt með átta atkvæðum við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 13. desember s.l. Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) bókaði að hann sæti hjá við atkvæðagreiðsluna.
Lesa meira

Sjötti þáttur Atvinnupúlsins

Í gær, miðvikudag, var sjötti þáttur Atvinnupúlsins sýndur á sjónvarpsstöðinni N4. Í þættinum er rætt við framkvæmdastjóra SSNV, farið í heimsókn í Steypustöð Skagafjarðar, Gestastofu sútarans, rækjuverksmiðjuna Dögun, hugbúnaðarfyrirtækið Stefnu og í Kjarnann sem hýsir ýmis þjónustufyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga. Í fréttinni má finna hlekk til að horfa á þáttinn.
Lesa meira

Hús Frítímans auglýsir 2 störf laus til umsóknar

Störfin eru fólgin í skipulagningu og vinnu með börnum og unglingum í frístundaþjónustu sveitarfélagins. Störfin henta jafnt konum sem körlum.
Lesa meira

Jóladagskráin 13. - 21. desember

Nú eru aðeins 10 dagar til jóla og þriðja vika jóladagskrár komin út. Eins og síðustu vikur þá er dagskráin fjölbreytt og hægt er að hefja helgardagskrána í dag, fimmtudag, með því að horfa á danssýningu nemenda Varmahlíðarskóla kl. 14 í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Tónlistarskóli Skagafjarðar verður með jólatónleika kl. 16:30 og 18:00 í matsal Árskóla og í kvöld heldur svo Grunnskólinn austan Vatna sína árlegu jólavöku í Höfðaborg á Hofsósi.
Lesa meira

Starfsmaður óskast í þjónustu við fatlað fólk

Starfið felur í sér að aðstoða fatlaða einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við umönnun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur 13. desember

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7 þann 13. desember 2017 og hefst hann kl. 16:15
Lesa meira