Fréttir

Laufskálarétt um helgina

Nú er komið að hinum árlega viðburði Laufskálarétt í Hjaltadal en réttað verður laugardaginn 24. september. Það verður því mikið líf og fjör í Skagafirði um helgina, sýningar, böll og ýmislegt fleira.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð óskar eftir að ráða karlmann til starfa

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð óskar eftir að ráða karlmann til starfa. Um 70% framtíðarstarf er að ræða.
Lesa meira

Bókasafnið verður lokað 22. september

Héraðsbókasafn Skagfirðinga verður lokað fimmtudaginn 22. september vegna endurmenntunar starfsmanna safnsins. Opnunartími safnsins er virka daga kl 11 - 18 og síminn er 455 6050.
Lesa meira

Vefmyndavélar komnar við smábátahöfnina á Sauðárkróki

Síðastliðinn föstudag voru settar upp tvær nýjar vefmyndavélar við smábátahöfnina á Sauðárkróki. Vélarnar sýna yfir höfnina þannig að hægt er að fylgjast með bátunum í höfninni.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur 20. september 2016

Fundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þriðjudaginn 20. september 2016 kl. 16:15 að Sæmundargötu 7a.
Lesa meira

Fjöldi lausra starfa í Skagafirði

Um þessar mundir eru fjölmörg störf auglýst laus til umsóknar í Skagafirði. Vinnumálastofnun auglýsir eftir öflugum starfsmönnum í áhugaverð og fjölbreytt störf á nýrri þjónustuskrifstofu húsnæðisbóta sem mun sjá um afgreiðslu og útborgun húsaleigubóta í samræmi við ný lög um húsnæðisbætur.
Lesa meira

Samningur undirritaður á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Landhelgisgæslu Íslands

Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Landhelgisgæslu Íslands undirrituðu á dögunum samkomulag um hafnarþjónustu fyrir varðskip Landhelgisgæslunnar á Sauðárkróki. Samkomulagið kveður á um að Landhelgisgæslunni verði veitt öll nauðsynleg þjónusta fyrir varðskip stofnunarinnar á Sauðárkróki um lengri eða skemmri tíma, þ.m.t. hafnaraðstöðu, aðgang að heitu og köldu vatni, aðgang að rafmagni og losun á sorpi.
Lesa meira

Nýtt geymslusvæði á Hofsósi

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur opnað afgirt geymslusvæði á Hofsósi, norðan áhaldahúss. Þar geta menn leigt pláss fyrir tæki og tól sem þarfnast geymslu.
Lesa meira

Laust starf á sambýlinu Fellstúni

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir 94% starf á sambýlinu Fellstúni laust til umsóknar. Um framtíðarstarf er að ræða.
Lesa meira

Laus tímabundin staða sjúkraliða í Dagdvöl aldraðra

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir lausa stöðu sjúkraliða vegna afleysinga í Dagdvöl aldraðra. Um 77% tímabundið starf er að ræða og unnið er á dagvinnutíma. Ef ekki fæst sjúkraliði til starfa þá verður annar ráðinn. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Lesa meira