Fréttir

Seinkun á sorphirðu

Vegna veðurs og slæmrar færðar verður seinkun á sorphirðu um 1-2 daga í efri bænum á Sauðárkróki (Hlíða- og Túnahverfi), í Hegranesi og í Varmahlíð. Móttökustöð Flokku verður opin samkvæmt áætlun.
Lesa meira

Lestur úr nýjum bókum

Miðvikudagskvöldið 23. nóvember næstkomandi kl 20 verður lesið úr nýjum bókum í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Það koma fjórir rithöfundar í heimsókn og lesa úr nýútkomnum bókum sínum.
Lesa meira

Árshátíð 1.-6. bekkjar Varmahlíðarskóla

Árshátíð 1.-6. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 18. nóvember kl. 16:00. Nemendur sýna Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur við tónlist Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Að sýningu lokinni verða kaffiveitingar en aðgangseyrir er 2000 kr fyrir fullorðna og 1000 kr fyrir börn á grunnskólaaldri.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í dag er dagur íslenskrar tungu móðurmálsins okkar og fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann var fæddur árið 1807. Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrufræðingur og rannskaði íslenska náttúru en hann lauk námi í náttúruvísundum frá Hafnarháskóla vorið 1838. Jónas hafði mikinn áhuga á móðurmálinu og var ötull við nýyrðasmíði til að forðast tökuorð m.a. þýddi hann bók um stjörnufræði og þar má finna mikinn fjölda nýyrða s.s. reikistjarna og sporbaugur.
Lesa meira

Snjómokstur á vegum í Sveitarfélaginu Skagafirði

Eftir eindæma góða veðurblíðu það sem af er vetri er spáð norðan stórhríð seinnipart vikunnar. Við viljum því benda fólki á hvernig snjómokstri er háttað í héraðinu. Vegagerðin sér alfarið um mokstur á þjóðvegi 1, Sauðárkróksbraut, Þverárfjallsvegi, Siglufjarðarvegi frá Sauðárkróksbraut og frá Siglufjarðarvegi heim í Hóla sem eru mokaðir daglega.
Lesa meira

Staða yfirhafnarvarðar er laus til umsóknar

Hafnarsjóður Skagafjarðar á og rekur tvær hafnir í Skagafirði, á Sauðárkróki og á Hofsósi. Yfirhafnarvörður er jafnframt verndarfulltrúi. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað og áhuga á að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf í líflegu umhverfi.
Lesa meira

Fræðsludagur í Miðgarði

Í dag er fræðsludagur allra skólanna í Skagafirði og starfsfólk leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla héraðsins eru í Menningarhúsinu Miðgarði. Að þessu sinni er fræsðludagurinn helgaður lestri og læsi.
Lesa meira

Norræni skjaladagurinn

Næstkomandi laugardag þann 12. nóvember verður samkoma í Safnahúsi Skagfirðinga í tilefni Norræna skjaladagsins. Þennan dag kynna íslensku skjalasöfnin starfsemi sína og er yfirskrift dagsins „Til hnífs og skeiðar“ og tengist matvælum í víðum skilningi, þ.e. allt sem viðkemur matvælum, öflun fæðu, verkun, úrvinnslu, umsýslu og neyslu.
Lesa meira

Ævintýraóperan Baldursbrá

Það var líf og fjör hjá yngri nemendum grunnskólanna í Skagafirði í gær þegar ævintýraóperan Baldursbrá var sýnd þ.e. útdráttur úr verkinu. Verkið er eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson og byggir tónlistin að hluta á íslenskum þjóðlögum, bæði rímum og þulum og einnig bregður fyrir rappi og fjörugum dansi.
Lesa meira

Útgáfuhátíð Skagfirðingabókar og fleiri viðburðir um helgina

Laugardaginn 5. nóvember næstkomandi fagnar Sögufélag Skagfirðinga útgáfu nýrrar Skagfirðingabókar en í ár eru 50 ár síðan hún kom út í fyrsta skipti. Samkoma verður af því tilefni á Mælifelli á Sauðárkróki kl 14-16. Á þessum 50 árum hafa birst rúmlega 380 greinar af skagfirsku efni á um það bil 7.400 blaðsíðum.
Lesa meira