Fréttir

Viðhalds- og nýframkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks

Í byrjun ársins var skipuð sérstök byggingarnefnd fyrir Sundlaug Sauðárkróks sem hefur yfirumsjón með fyrirhuguðum viðhalds- og nýframkvæmdum á sundlauginni, ásamt hönnun hennar.
Lesa meira

Mikilvægt að huga að brunavörnum í desember

Nú líður að jólum, hátíð ljóss og friðar, og flestir setja upp falleg jólaljós til að lýsa upp svartasta skammdegið og kveikja á kertum til að njóta birtunnar. Brunavarnir Skagafjarðar vekja athygli á því að mikilvægt er að gefa sér tíma í aðdraganda jólanna og athuga hvernig eldvörnum er háttað á heimilinu.
Lesa meira

Veitu- og framkvæmdasvið auglýsir laust til umsóknar 100% starf hjá Eignasjóði

Starfshlutfallið er 100% og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Lesa meira

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf á sambýlinu í Fellstúni

Starfið er laust frá miðjum janúar 2017 til maíloka 2017.
Lesa meira

Tímabundnar breytingar hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri, er kominn í launalaust leyfi og mun Svavar Atli Birgisson taka við starfi slökkviliðsstjóra í fjarveru hans.
Lesa meira

Lestur er börnum bestur

Í tengslum við gerð lestrarstefnu fyrir alla leik-, grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar efndi lestrarteymi skólanna til samkeppni um besta slagorðið fyrir stefnuna. Mörg flott slagorð voru send inn frá fjölmörgum aðilum. Vinningstillagan kom frá Rögnu Fanneyju Gunnarsdóttur, leikskólakennara í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur 23. nóvember 2016

Upptaka frá fundi Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 23. nóvember 2016 er komin inn á vefinn.
Lesa meira

Opið hús í Iðju á föstudag

Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember nk. verður opið hús í Iðju við Sæmundarhlíð föstudaginn 2. desember frá kl. 10:00-15:00. Um kl. 14:00 kemur góður gestur og skemmtir.
Lesa meira

Jólaljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi - rétt dagskrá

Jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki næstkomandi laugardag 26. nóvember kl 15:30. Þau leiðu mistök áttu sér stað að röng dagskrá birtist í Sjónhorninu sem kom út í dag.
Lesa meira

Heitavatnslaust fram eftir degi á Víðigrund

Vegna viðgerðar á stofnlögn verður heitavatnslaust fram eftir degi á Víðigrund á Sauðárkróki. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira