Fréttir

345. fundur sveitarstjórnar

345. fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar var haldinn í gær að Sæmundargötu 7a. Fundirnir eru sendir út beint á netinu og alltaf er hægt að nálgast upptökur af eldri fundum hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Sundlaugin á Hofsósi lokar vegna viðhalds

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð vegna viðhalds næstkomandi mánudag og þriðjudag 29. og 30. ágúst. Laugin opnar aftur miðvikudaginn 31. ágúst og vetraropnunartími gengur í gildi. Athygli er vakin á því að dagsetning lokunarinnar er ekki rétt í Sjónhorninu því laugin er opin á sunnudaginn.
Lesa meira

Norðurlands Jakinn á Sauðárkróki

Norðurlands Jakinn er aflraunakeppni sterkustu manna landsins sem fer fram á Norðurlandi og er hún í anda Vestfjarðavíkingsins. Keppt er í einni grein í hverju bæjarfélagi. Á Sauðárkróki verður keppt í að lyfta atlas steini á tjaldsvæðinu á Nöfunum á laugardaginn kl. 12:00.
Lesa meira

Skólastarf að hefjast

Í dag og á morgun verða skólarnir í Skagafirði settir. Skólasetningin í Árskóla er í dag og byrjar kl 9 en tímasetningar bekkja má sjá á heimasíðu skólans. Grunnskólinn austan Vatna er einnig settur í dag, í Sólgarðaskóla kl 9, Hólum kl 11 og Hofsósi kl 13. Skólasetning í Varmahlíðarskóla er á morgun þann 24. ágúst kl 14.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur miðvikudag 24. ágúst

Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 24. ágúst í Sæmundargötu 7a og hefst hann kl 16:15.
Lesa meira

Réttardagar haustsins

Nú er sumri tekið að halla og þá taka við hin hefðbundnu haustverk og eru göngur og réttir þar á meðal. Búið er að ákveða réttardaga í flestum skagfirskum fjár- og stóðréttum þetta árið.
Lesa meira

Leikskólinn Tröllaborg auglýsir eftir starfsmanni í eldhús

Leikskólinn Tröllaborg á Hólum óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús. Um 50% tímabundna stöðu er að ræða frá byrjun október 2016 til loka maí 2017 og er vinnutíminn kl. 09:30-14:30 mánudaga til fimmtudags.
Lesa meira

Sjö milljónir í afslátt af fasteignasköttum árið 2016

Við álagningu fasteignagjalda í janúar 2016 var tilkynnt að inneign eða skuld gæti myndast við endanlegan útreikning á afslætti vegna fasteignaskatts á íbúðir elli- og örorkulífeyrisþega. Nú er endurreikningi afsláttar vegna ársins 2016 lokið. Heildarafsláttur nam tæpum sjö milljónum króna vegna 182 fasteigna. Tilkynningar um niðurstöðu endurútreikningsins hafa verið póstsendar til viðkomandi.
Lesa meira

Eintóm sæla í Skagafirði um helgina

Margir viðburðir eru í Skagafirði þessa helgina eins og margar fleiri helgar þetta sumarið. Sveitasælan í reiðhöllinni Svaðastöðum, Hólahátíð, tónlistarhátíðin Gæran, sögudagur á Sturlungaslóð og Ágústmót UMSS.
Lesa meira

Laus störf í Húsi frítímans, íþróttahúsinu á Sauðárkróki og sundlaugunum Sauðárkróki og Hofsósi

Sveitarfélagið auglýsir nú laus til umsóknar störf í Húsi frítímans, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, Sundlauginni á Hofsósi og Sundlaug Sauðárkróks. Um tímabundin hlutastörf og framtíðarstörf er að ræða.
Lesa meira