Fréttir

Réttardagar haustsins

Nú er sumri tekið að halla og þá taka við hin hefðbundnu haustverk og eru göngur og réttir þar á meðal. Búið er að ákveða réttardaga í flestum skagfirskum fjár- og stóðréttum þetta árið.
Lesa meira

Leikskólinn Tröllaborg auglýsir eftir starfsmanni í eldhús

Leikskólinn Tröllaborg á Hólum óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús. Um 50% tímabundna stöðu er að ræða frá byrjun október 2016 til loka maí 2017 og er vinnutíminn kl. 09:30-14:30 mánudaga til fimmtudags.
Lesa meira

Sjö milljónir í afslátt af fasteignasköttum árið 2016

Við álagningu fasteignagjalda í janúar 2016 var tilkynnt að inneign eða skuld gæti myndast við endanlegan útreikning á afslætti vegna fasteignaskatts á íbúðir elli- og örorkulífeyrisþega. Nú er endurreikningi afsláttar vegna ársins 2016 lokið. Heildarafsláttur nam tæpum sjö milljónum króna vegna 182 fasteigna. Tilkynningar um niðurstöðu endurútreikningsins hafa verið póstsendar til viðkomandi.
Lesa meira

Eintóm sæla í Skagafirði um helgina

Margir viðburðir eru í Skagafirði þessa helgina eins og margar fleiri helgar þetta sumarið. Sveitasælan í reiðhöllinni Svaðastöðum, Hólahátíð, tónlistarhátíðin Gæran, sögudagur á Sturlungaslóð og Ágústmót UMSS.
Lesa meira

Laus störf í Húsi frítímans, íþróttahúsinu á Sauðárkróki og sundlaugunum Sauðárkróki og Hofsósi

Sveitarfélagið auglýsir nú laus til umsóknar störf í Húsi frítímans, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, Sundlauginni á Hofsósi og Sundlaug Sauðárkróks. Um tímabundin hlutastörf og framtíðarstörf er að ræða.
Lesa meira

Endurnýjun umsókna um húsaleigubætur

Námsmenn þurfa að endurnýja umsókn sína um húsaleigubætur þegar skólinn byrjar á haustin og skila inn nýjum gögnum. Umsókninni skal skila í Íbúagátt sveitarfélagsins og þarf hún að berast í síðasta lagi 16. dags mánaðar til að umsækjandi eigi rétt á bótum fyrir þann mánuð.
Lesa meira