Fréttir

Laus störf í búsetu fatlaðs fólks á Blönduósi

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir störf á heimilinu Skúlabraut 22, Blönduósi, laus til umsóknar. Um er að ræða eitt 100% starf og tvö hlutastörf. Unnið er í vaktavinnu og umsækjendur þurfa að geta hafið störf 3. október næstkomandi.
Lesa meira

Breyttur útivistartími barna

Til foreldra og forráðamanna barna í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í dag 1. september breytist útivistartími barna, en samkvæmt 92. gr barnaverndarlaga nr. 80/2002, segir: „Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00,
Lesa meira

Styttri opnunartími vegna skólasunds

Nú er skólastarf komið á fullt og nemendur 1.-3. bekkjar í Árskóla að byrja á sundnámskeiði. Sundlaug Sauðárkróks verður því lokuð almenningi frá og með 1. - 14. september milli kl 13 og 16:10 meðan skólasundið fer fram.
Lesa meira

Leikskólinn Barnaborg lokar tímabundið

Undir lok síðustu viku kom í ljós að myglusveppur og raki hafa myndast undir þaki leikskólans Barnaborgar á Hofsósi. Óværan er í þeim mæli að ekki er talið forsvaranlegt að starfrækja leikskólann þar á meðan málið er skoðað nánar og vandinn leystur með öruggum hætti.
Lesa meira

Vetraropnun tekur gildi í sundlaugunum

Laugardaginn 27. ágúst breytast opnunartímar í sundlaug Sauðárkróks og sundlauginni í Varmahlíð og í næstu viku í sundlauginni á Hofsósi. Sundlaug Sauðárkróks lokar hálftíma fyrr á virkum dögum og kl 16 um helgar en ekki 17 eins og verið hefur í sumar. Sundlaugin í Varmahlíð opnar fyrr á morgnana eða kl 9 í stað 10:30 í sumar en lokar fyrr á föstudögum, kl 14. Opnunartími um helgar er kl 10-15 en frá og með 1. október verður sundlaugin lokuð á sunnudögum.
Lesa meira

345. fundur sveitarstjórnar

345. fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar var haldinn í gær að Sæmundargötu 7a. Fundirnir eru sendir út beint á netinu og alltaf er hægt að nálgast upptökur af eldri fundum hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Sundlaugin á Hofsósi lokar vegna viðhalds

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð vegna viðhalds næstkomandi mánudag og þriðjudag 29. og 30. ágúst. Laugin opnar aftur miðvikudaginn 31. ágúst og vetraropnunartími gengur í gildi. Athygli er vakin á því að dagsetning lokunarinnar er ekki rétt í Sjónhorninu því laugin er opin á sunnudaginn.
Lesa meira

Norðurlands Jakinn á Sauðárkróki

Norðurlands Jakinn er aflraunakeppni sterkustu manna landsins sem fer fram á Norðurlandi og er hún í anda Vestfjarðavíkingsins. Keppt er í einni grein í hverju bæjarfélagi. Á Sauðárkróki verður keppt í að lyfta atlas steini á tjaldsvæðinu á Nöfunum á laugardaginn kl. 12:00.
Lesa meira

Skólastarf að hefjast

Í dag og á morgun verða skólarnir í Skagafirði settir. Skólasetningin í Árskóla er í dag og byrjar kl 9 en tímasetningar bekkja má sjá á heimasíðu skólans. Grunnskólinn austan Vatna er einnig settur í dag, í Sólgarðaskóla kl 9, Hólum kl 11 og Hofsósi kl 13. Skólasetning í Varmahlíðarskóla er á morgun þann 24. ágúst kl 14.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur miðvikudag 24. ágúst

Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 24. ágúst í Sæmundargötu 7a og hefst hann kl 16:15.
Lesa meira