Fréttir

Samningur um sjúkraflutninga í Skagafirði

Í gær var skrifað undir samning um sjúkraflutninga á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Skagafirði. Heildarupphæð samningsins er 30.000.000 á ári. Tekur hann tillit til alls kostnaðar við mannahald, þjálfun og menntun ásamt eftirliti með búnaði greiningasveitar.
Lesa meira

Álagningu fasteignagjalda 2016 lokið

Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".
Lesa meira

Fundur í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Aukafundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fimmtudaginn 28. janúar kl. 12:45 í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Lesa meira

Vinnustofur fyrir umsækjendur í Uppbyggingarsjóð

Nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og eru starfsmenn SSNV með vinnustofur fyrir umsækjendur af því tilefni til að aðstoða umsækjendur við gerð umsókna.
Lesa meira

Íbúafundur um samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Skagafirði

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands býður íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi til opins íbúafundar til að ræða samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Skagafirði.
Lesa meira

Lokað fyrir kaldavatnsrennsli í Hlíða- og Túnahverfi

Truflun verður á kaldavatnsrennsli í Hlíða- og Túnahverfi frá morgni föstudagsins 22. janúar og fram undir hádegi vegna viðgerðar á stofnlögn.
Lesa meira

Árshátíð miðstigs Árskóla

Árshátíð miðstigs Árskóla verður haldin í félagsheimilinu Bifröst í dag 19. janúar og morgun 20. janúar. Það eru nemendur 5., 6. og 7. bekkjar sem munu stíga á stokk með fjölbreytta dagskrá, leik og söng úr ýmsum áttum.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 20. janúar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Lesa meira

Er styrkur í þér?

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs, atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á árinu 2016 verður ein aðalúthlutun með umsóknarfresti til og með 15. febrúar.
Lesa meira

Árshátíð Varmahlíðarskóla á föstudagskvöldið

Árshátíð eldri nemenda í Varmahlíðarskóla verður föstudaginn 15. janúar í Miðgarði og hefst hún kl 20. Það er söngleikurinn 6-tán á (von) LAUSU í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur sem verður settur á svið en höfundur verksins er Gísli Rúnar Jónsson.
Lesa meira