Fréttir

skagafjordur.is í þriðja sæti sveitarfélagavefja

Árlega er gerð úttekt á vefjum opinberra stofnana og sveitarfélaga og að þessu sinni lenti skagafjordur.is í þriðja sæti ásamt tveimur öðrum með 87 stig. Það var vefurinn akranes.is sem var valinn besti sveitarfélagsvefurinn
Lesa meira

Góð stemming á bókasafninu

Í gærkvöldi lásu nokkrir höfundar upp úr verkum sínum á bókasafninu í notalegri stemmingu. Eyþór Árnason las úr ljóðabók sinni Norður en hann las einnig kafla úr bók Illuga Jökulssonar, Háski í hafi - kafbátur í sjónmáli.
Lesa meira

Breytingar á upplestri í bókasafninu 25. nóvember

Nokkrir höfundar munu lesa úr nýútkomnum verkum sínum á bókasafninu á morgun en sú breyting hefur orðið að Illugi Jökulsson forfallaðist en Hjalti Pálsson hefur bæst í hópinn.
Lesa meira

Höfundar lesa úr verkum sínum 25. nóvember

Nokkrir höfundar munu heimsækja bókasafnið miðvikudaginn 25. nóvember næstkomandi og lesa úr nýútkomnum verkum sínum.
Lesa meira

Aðventuhátíð í Varmahlíðarskóla 21. nóvember

Aðventuhátíð foreldrafélags Varmahlíðarskóla verður á morgun 21. nóvember kl 13-15. Ýmsar tegundir af föndri eru í boði s.s. tálgun, jólakort, pappírsföndur, perl og piparkökuskreytingar segir á heimasíðu skólans. 10. bekkingar munu selja kaffi, kakó og vöfflur
Lesa meira

Dagskrá á Löngumýri um Ólínu skáldkonu

Dagskrá í tilefni dags íslenskrar tungu var á Löngumýri 16. nóvember síðastliðinn. Þar komu fram nemendur úr 7. bekk Varmahlíðarskóla og Kammerkór Skagafjarðar og fluttu dagskrá í tali og tónum um Ólínu skáldkonu Jónasdóttur
Lesa meira

Halloweenball Friðar í Höfðaborg

Það er alltaf nóg um að vera hjá ungu kynslóðinni. Nýbúið Halloweenball í Höfðaborg á Hofsósi og framundan Stíll og Rímnaflæði og undankeppni Samfés. Halloweenballið var þann 6. nóvember síðastliðinn og mættu rúmlega 220 unglingar frá Skagafirði, Fjallabyggð, Blönduósi og Skagaströnd
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807. Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrfræðingur og rannsakaði íslenska náttúru en hann lauk námi sínu í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla vorið 1838.
Lesa meira

Kynning á hættumati á ofanflóðum á Sauðárkróki

Á fundi byggðarráðs í gær þann 12. nóvember kynntu fulltrúar í Hættumatsnefnd Skagafjarðar tillögu að hættumati vegna ofanflóða á Sauðárkróki fyrir byggðarráðsfulltrúum. Í opnu húsi á Kaffi Krók síðar um daginn gafst íbúum kostur á að kynna sér tillöguna og fá svör við spurningum sínum.
Lesa meira

Afrakstur samstarfs í skólamálum

Fræðsluþjónusta Skagfirðinga fékk styrk frá einni af menntaáætlunum ESB, Comenius Regio, til tveggja ára samstarfs við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku. Verkefnið stóð yfir á árunum 2012-2014 og var markmið þess að rannsaka aðferðir stjórnenda og fagfólks í skólakerfinu við að skipuleggja áhugavert og hvetjandi lærdómsumhverfi
Lesa meira