Fréttir

Landgræðslunemar í heimsókn

Fyrir nokkru voru landgræðslunemar á vegum Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðuþjóðanna á kynnisferð um Skagafjörð. Þeir komu m.a. við í ráðhúsi sveitarfélagsins í fylgd héraðsfulltrúa Landgræðslunnar á Norðurlandi vestra og fengu kynningu hjá sveitarstjóranum.
Lesa meira

Laust starf í Árvist

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir eftir starfsmanni í Árvist. Um er að ræða tímabundið hlutastarf (50-60%) næsta skólaár, með möguleika á áframhaldandi ráðningu og er vinnutíminn eftir hádegi alla virka daga.
Lesa meira

Til sölu veiðileyfi í Laxá

Veiðileyfi í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi er til sölu en það er sunnudagurinn 23. ágúst sem um ræðir. Leyfið gildir á svæði 2 fyrir hádegi og svæði 1 eftir hádegi og er ein stöng leyfð í senn á hvoru svæði.
Lesa meira

Sveitasæla um helgina

Hin árlega landbúnaðarsýning Sveitasæla verður í reiðhöllinni Svaðastöðum laugardaginn 22. ágúst. Sýningin verður opin milli kl 10 og 17:30 og er aðgangur ókeypis. Handverksmarkaður verður á staðnum og fyrirtæki að kynna vörur sínar auk ýmissa atriða fyrir allan aldur. Kvöldvaka verður kl 19:30 og nokkur bú verða opin á sunnudeginum.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 19. ágúst kl. 16:15
Lesa meira

Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir að ráða matráð

Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir að ráða matráð til starfa næsta skólaár með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Um er að ræða 50% starf á starfsstöð skólans á Sólgörðum.
Lesa meira

Fjölbreytt mannlíf í Skagafirði um helgina

Mikið verður um að vera í Skagafirði um helgina og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sögudagur á Sturlungaslóð, Hólahátíð, tónlistarhátíðin Gæran, meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára, Norðurlandsmeistaramót í skeets og Íslandsmót í vallarbogfimi.
Lesa meira

Framkvæmdir á Hólum vegna Landsmóts hestamanna á næsta ári hafnar

Framkvæmdir við mótssvæðið á Hólum í Hjaltadal eru hafnar og unnið er hörðum höndum að því að aðstæður verði sem glæsilegastar þegar Landsmót hestamanna verður haldið þar dagana 27. júní til 3. júlí 2016.
Lesa meira

Varmahlíðarskóli óskar eftir að ráða vélsmíða- og textílkennara

Varmahlíðarskóli hefur framlengt umsóknarfrest um stöðu vélsmíða- og textílkennara. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst og er um tímabunda ráðningu að ræða til 31. júlí 2016.
Lesa meira

Gæðaáfangastaður 2015 er Skagafjörður

Eftir yfirferð umsókna ákvað valnefnd EDEN verkefnisins á Íslandi að útnefna Sveitarfélagið Skagafjörð sem gæðaáfangastað Íslands 2015 fyrir verkefnið Matarkistan Skagafjörður.
Lesa meira