Fara í efni

Komdu í kyrrðina í Skagafirði

Fjölbreytileiki náttúru Skagafjarðar gerir staðinn að ákjósanlegum stað til að stunda útivist og njóta náttúrunnar. Útivistasvæði eru stutt frá íbúabyggð og þarf ekki að ganga lengi til að komast út í ósnerta náttúruna. Fjölbreyttar og fagrar gönguleiðir eru víðsvegar í firðinum, hvort sem er fyrir stuttar göngur og létta útiveru, eða lengri og meira krefjandi ferðir fyrir göngugarpa. Það er magnþrungið að sjá Skagafjörð taka á sig gjörólíka mynd þegar horft er niður í fjörðinn af fjöllunum sem umlykja héraðið.