Fréttir

Gæðaáfangastaður 2015 er Skagafjörður

Eftir yfirferð umsókna ákvað valnefnd EDEN verkefnisins á Íslandi að útnefna Sveitarfélagið Skagafjörð sem gæðaáfangastað Íslands 2015 fyrir verkefnið Matarkistan Skagafjörður.
Lesa meira

Tónlistarskóli Skagafjarðar auglýsir laus störf

Tónlistarskóli Skagafjarðar óskar eftir að ráða tvo fiðlukennara fyrir skólaárið 2015-16. Annan í 100% stöðu og hinn í 50% forfallakennslu vegna fæðingarorlofs, sem getur kennt á selló og kontrabassa.
Lesa meira

Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin komin á fullt

Í síðustu viku hófst uppgröftur á 11. aldar kristnum grafreit í Keflavík í Hegranesi en á næstu vikum verða um 20 manns við fornleifa- og jarðfræðirannsóknir víða í Hegranesi. Rannsóknunum stýra Guðný Zoëga, John Steinberger og Douglas Bolender.
Lesa meira

Gróðursetning í Þuríðarlundi til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur

Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin í embætti forseta Íslands, fyrst kvenna í heiminum sem þjóðkjörinn forseti, voru gróðursettar þrjár birkiplöntur í Þuríðarlundi henni til heiðurs.
Lesa meira

Sundlaug Sauðárkróks auglýsir eftir starfsmönnum

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða tvo karlmenn í Sundlaug Sauðárkróks. Um tvö hlutastörf er að ræða og eru störfin laus frá og með miðjum ágúst.
Lesa meira

Breyting á ákvæði um löndun byggðakvóta samþykkt

Á 702. fundi byggðarráðs þann 13. júlí s.l. var eftirfarandi bókun gerð: Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að óska eftir við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að undanþága verði veitt frá löndunarskyldu á byggðakvóta tímabilið 1. júlí - 31. ágúst 2015.
Lesa meira

Gestakort í söfn og sundlaugar

Hægt er að kaupa gestakort sem gilda í söfn og sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Söfnin eru Glaumbær, Minjahúsið á Sauðárkróki og Sögusetur íslenska hestsins. Sundlaugarnar eru á Sauðárkróki, Hofsósi, Sólgörðum og Varmahlíð og er hægt að nálgast kortin á þessum stöðum.
Lesa meira

Varmahlíðarskóli óskar eftir að ráða kennara

Varmahlíðarskóli óskar eftir að ráða vélsmíða-, textíl-, smíða- og umsjónarkennara í 5. bekk. næsta skólaár.
Lesa meira

Starf í búsetu fatlaðs fólks er laust til umsóknar

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða kvenkyns starfsmann í búsetu fatlaðs fólks. Í starfinu felst að aðstoða fatlaðan einstakling við allar athafnir daglegs lífs, persónulegar og félagslegar. Þjónustan er veitt inni á heimili hans og eins utan þess þegar það á við.
Lesa meira

Deiliskipulag Depla í Fljótum samþykkt

Þann 13. maí síðastliðinn var samþykkt á sveitarstjórnarfundi deiliskipulag fyrir Depla í Austur-Fljótum. Tillagan felur í sér gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á jörðinni.
Lesa meira