Fréttir

Rannsóknir fornra byggðaleifa

Byggðasafn Skagfirðinga og starfsmenn Byggðasögunnar eru í samstarfsverkefni sem kallast eyðibýli og afdalir. Einn hluti þess er að rannsaka fornar byggðaleifar í Fljótum og Sléttuhlíð.
Lesa meira

Fjölbreytt mannlíf í Skagafirðinum síðustu helgi

Það er óhætt að segja að hátíðahöld og aðrir viðburðir síðustu helgar í Skagafirði hafi tekist vel, Lummudagar, Landsbankamót og Drangey Music Festival fóru fram í blíðskaparveðri.
Lesa meira

Lummudagar um helgina

Lummudagarnir hófust í gær með setningarathöfn við sundlaugina á Sauðárkróki og loftboltamóti. Margir eru búnir að skreyta í sínum litum og veðrið leikur við íbúa Skagafjarðar og gesti. Framundan er flott dagskrá um helgina og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira

Drangey music festival á laugardaginn

Tónlistarhátíðin Drangey music festival-þar sem vegurinn endar, verður á Reykjum á Reykjaströnd næstkomandi laugardag 27. júní. Úrvalslið tónlistarmanna sér um að allir skemmti sér en tjaldsvæðið verður einungis opið fyrir tónleikagesti aðfaranótt sunnudagsins.
Lesa meira

Nýr yfirhafnarvörður ráðinn hjá Skagafjarðarhöfnum

Nýr yfirhafnarvörður hefur verið ráðinn hjá Skagafjarðarhöfnum Einar Ágúst Gíslason, hann tekur við starfinu þegar núverandi yfirhafnarvörður lætur af störfum 1. október.
Lesa meira

Smáforritið Lifandi landslag með útgáfuhóf í Miðgarði

Lifandi landslag er smáforrit sem leiðir notanda sinn um Skagafjörð. Forritið er svokallað ferðaapp, það er ókeypis að sækja það og tilgangur þess er að kynna skagfirskan menningararf og þá afþreyingu sem í boði er í héraðinu. Í tilefni útgáfunnar verður útgáfuhóf í Miðgarði föstudaginn 26. júní kl 20.
Lesa meira

Nýr skólastjóri Varmahlíðarskóla

Hanna Dóra Björnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra Varmahlíðarskóla en sex umsóknir bárust um stöðuna.
Lesa meira

Starf við heimaþjónustu er laust til umsóknar

Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga auglýsir laust starf í félagslegri heimaþjónustu. Um 100% starf er að ræða og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Lesa meira

Barokkhátíð á Hólum um helgina

Hin árlega Barokkhátíð á Hólum í Hjaltadal verður haldin dagana 25. - 28. júní. Þetta er sjöunda hátíðin og mun Halla Steinunn Stefánsdóttir barokkfiðluleikari leiða Barokksveit Hólastiftis.
Lesa meira

Sundlaug Sauðárkróks opin á ný

Í morgun var sundlaugin á Sauðárkróki opnuð eftir endurbætur en hún hefur verið lokuð síðan 1. júní.
Lesa meira