Fréttir

Skagfirðingar komust áfram í Útsvari

Lið Sveitarfélagsins Skagafjarðar komst áfram í spurningarkeppninni Útsvari á RÚV síðastliðið föstudagskvöld
Lesa meira

Eimskip veitir Vinaliðaverkefni Árskóla styrk

Eimskipafélagið hefur ákveðið að styrkja Vinaliðaverkefni Árskóla á Sauðárkróki en það er forvarnarverkefni gegn einelti og stuðlar einnig að aukinni hreyfingu nemenda í frímínútum
Lesa meira

Starf hjá eignasjóði er laust til umsóknar

Veitu- og framkvæmdasvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða starfsmann við eignasjóð í 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hjá eignasjóði eru sex starfsmenn sem heyra undir sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.
Lesa meira

Skipulagsstofnun með fund á Blönduósi 22. janúar

Skipulagsstofnun verður með fund á Blönduósi fimmtudaginn 22. janúar næstkomandi kl 13-15 þar sem kynnt verður auglýst tillaga Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og skipulagsgerð sveitarfélaga
Lesa meira

Hitaveituframkvæmdir í Fljótum

Í nóvember og desember sl. vann verktakafyrirtækið Ræktunarsamband Flóa og Skeiða að borun á nýrri heitavatnsholu við Langhús. Virkjun holunnar gerir Skagafjarðarveitum kleift að hefja lagningu hitaveitu í Fljótum. Mánudaginn 12. janúar sl. var haldinn opinn íbúafundur í félagsheimilinu Ketilási. Á fundinum kynntu Skagafjarðarveitur áform um hitaveituvæðingu í Fljótunum.
Lesa meira

Snjómokstur í Skagafirði í vetur

Sveitarfélagið Skagafjörður vill koma á framfæri hvaða skipulag er á snjómokstri í héraðinu í vetur. Vegagerðin sér alfarið um að moka helstu leiðir og hægt er að hafa samband við fulltrúa sveitarfélagsins sem hafa heimild til að panta snjómokstur á öðrum vegum.
Lesa meira

Árshátíð Varmahlíðarskóla á föstudaginn

Næstkomandi föstudag 16. janúar verður árshátíð eldri nemenda Varmahlíðarskóla og að þessu sinni er það söngleikurinn Footloose sem verður settur á svið í Miðgarði í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur
Lesa meira

Skagfirðingar keppa í Útsvari á föstudaginn

Lið Skagafjarðar stóð sig með miklum sóma í fyrstu umferð spurningaþáttarins Útsvars í Sjónvarpinu á nýliðnu ári. Lagði lið Skagfirðinga, sem skipað er þeim Guðnýju Zöega, Guðrúnu Rögnvaldardóttur og Vilhjálmi Egilssyni, vaska keppendur Árborgar að velli en þess má geta að lið Árborgar komst samt áfram sem eitt af stigahæstu tapliðunum.
Lesa meira

Ljósmyndun safngripa hafin hjá Byggðasafninu

Byggðasafn Skagfirðinga er byrjað að ljósmynda alla safnmuni og eru myndirnar vistaðar í gagnagrunninum Sarpi sem er miðlægur grunnur allra minjasafna landsins
Lesa meira

Byggingararfur Skagafjarðar

Undanfarið hafa starfsmenn á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga verið að vinna að söfnun og miðlun upplýsinga um gömul hús í Skagafirði. Var verkefnið styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.
Lesa meira