Fréttir

Opið hús í Iðjunni 3. desember

Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember verður opið hús í Iðjunni í Aðalgötu 21 milli kl 10 og 15. Að venju verður ýmislegt handverk á boðstólum og jólate iðjusamra ásamt meðlæti.
Lesa meira

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum: Lokun á veitusvæði Varmahlíðarveitu

Búast má við truflunum á rennsli í Varmahlíð og sunnan Varmahlíðar að Krithóli, Blönduhlíð, Langholti og Staðarsveit, Sæmundarhlíð, Hegranesi og Hofstaðaplássi. Viðgerð hefst kl. 13:00 og mun standa fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira

Árshátíð unglingastigs í Bifröst

Árshátíð 8. og 9. bekkja Árskóla verður í Bifröst 1. og 2. desember kl 17 og 20 báða dagana. Krakkarnir lofa gleði og gríni en þau setja á svið tvo leikþætti um endurfundi á ellheimili og nútímavæddan garlakarlinn í Oz.
Lesa meira

Jólaljósin tendruð á Kirkjutorgi

Á laugardaginn verður kveikt á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn enda aðventan að hefjast á sunnudaginn. Dagskráin hefst kl 15:30 en hún er fjölbreytt að vanda.
Lesa meira

skagafjordur.is í þriðja sæti sveitarfélagavefja

Árlega er gerð úttekt á vefjum opinberra stofnana og sveitarfélaga og að þessu sinni lenti skagafjordur.is í þriðja sæti ásamt tveimur öðrum með 87 stig. Það var vefurinn akranes.is sem var valinn besti sveitarfélagsvefurinn
Lesa meira

Góð stemming á bókasafninu

Í gærkvöldi lásu nokkrir höfundar upp úr verkum sínum á bókasafninu í notalegri stemmingu. Eyþór Árnason las úr ljóðabók sinni Norður en hann las einnig kafla úr bók Illuga Jökulssonar, Háski í hafi - kafbátur í sjónmáli.
Lesa meira

Breytingar á upplestri í bókasafninu 25. nóvember

Nokkrir höfundar munu lesa úr nýútkomnum verkum sínum á bókasafninu á morgun en sú breyting hefur orðið að Illugi Jökulsson forfallaðist en Hjalti Pálsson hefur bæst í hópinn.
Lesa meira

Höfundar lesa úr verkum sínum 25. nóvember

Nokkrir höfundar munu heimsækja bókasafnið miðvikudaginn 25. nóvember næstkomandi og lesa úr nýútkomnum verkum sínum.
Lesa meira

Aðventuhátíð í Varmahlíðarskóla 21. nóvember

Aðventuhátíð foreldrafélags Varmahlíðarskóla verður á morgun 21. nóvember kl 13-15. Ýmsar tegundir af föndri eru í boði s.s. tálgun, jólakort, pappírsföndur, perl og piparkökuskreytingar segir á heimasíðu skólans. 10. bekkingar munu selja kaffi, kakó og vöfflur
Lesa meira

Dagskrá á Löngumýri um Ólínu skáldkonu

Dagskrá í tilefni dags íslenskrar tungu var á Löngumýri 16. nóvember síðastliðinn. Þar komu fram nemendur úr 7. bekk Varmahlíðarskóla og Kammerkór Skagafjarðar og fluttu dagskrá í tali og tónum um Ólínu skáldkonu Jónasdóttur
Lesa meira