Fréttir

Ræsing í Skagafirði

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði og Kaupfélagi Skagfirðinga, efnir til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Skagafirði. Einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og sækja um þátttöku. Umsóknarfrestur er til 12. júní.
Lesa meira

Skagafjarðarveitur skrifa undir verksamning við Frumherja

Miðvikudaginn 4. júní var undirritaður verksamningur milli Skagafjarðarveitna og Frumherja ehf. vegna mælaleigu. Samningurinn er til 12 ára sem er löggildingatími mælanna. Frumherji leigir Skagafjarðarveitum mælana og sér um viðhald og þjónustu.
Lesa meira

Laust starf - deildarstjóri Árvistar

Deildarstjóri Árvistar stýrir daglegu starfi í Árvist sem er heilsdagsskóli Árskóla. Um er að ræða 70% starf seinni hluta dags.
Lesa meira

Umhverfisdagar 7. til 9. júní

Sveitarfélagið Skagafjörður efnir til umhverfisdaga dagana 7. til 9. júní nk. Takmarkið er fegurra umhverfi og því skiptir miklu máli að íbúar taki höndum saman og tíni rusl og snyrti í kringum lóðir sínar og á nærliggjandi opnum svæðum.
Lesa meira

Skáli frá 11. öld fannst á Hamri í Hegranesi

Á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga segir að starfsmenn Fornleifadeildar hafi unnið við fornleifauppgröft á Hamri í Hegranesi undanfarnar tvær vikur. Ábúendur eru að fara að byggja við íbúðarhúsið sem stendur á sama stað og húsin fyrr á öldum og í ljós kom 11. aldar skáli.
Lesa meira

Umsóknarfrestur lengdur fyrir starf sundlaugarvarðar á Sólgörðum

Starfið felur í sér allan daglegan rekstur, s.s. uppgjör, innkaup endursöluvara og þrif, sem og öryggisgæslu sundlaugar, eftirlit með öryggiskerfum og afgreiðslu sundlaugargesta.
Lesa meira

Leikskólinn Ársalir auglýsir lausar stöður - umsóknarfrestur lengdur

Ársalir auglýsir lausar stöður deildarstjóra, leikskólakennara og starfsmanna í afleysingum.
Lesa meira

Góður árangur á Norðurlandamóti unglingalandsliða í körfu

Norðurlandamót unglingalandsliða í körfu fór fram í Svíþjóð í lok maí. Íslendingar telfdu fram fjórum liðum á mótinu og voru fjögur ungmenni úr Tindastóli þar á meðal. Einn Norðurlandameistaratitill vannst á mótinu þar sem U16 ára lið kvenna vann alla sína leiki. U18 ára lið karla hafnaði í 2. sæti, U16 ára lið karla hafnaði í 4. sæti og U18 ára lið kvenna hafnaði einnig í 4. sæti.
Lesa meira

Kosningaúrslit í Sveitarfélaginu Skagafirði

Nú er sveitarstjórnarkosningum lokið og úrslit þeirra ljós. Á kjörskrá í Skagafirði voru 3003. Atkvæði greiddu 2304. Auðir seðlar voru 76 og ógildir seðlar voru 11. Kjörsókn var 76,2 %.
Lesa meira

Íbúar og fyrirtæki í neðri bænum á Sauðárkróki

Vegna viðgerðar á stofnæð þarf að loka fyrir heitavatnsrennsli í neðri bænum á Sauðárkróki í kvöld 2. júní frá kl. 22:00 og fram eftir nóttu. Gera á við stofnlögn við Skagfirðingabraut sem fór að leka í síðustu viku.
Lesa meira