Fréttir

Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013

Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis.
Lesa meira

Viðvörun frá Almannavarnarnefnd Skagafjarðar vegna leysinga

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað við hugsanlegum aur- og skriðuföllum á Norðurlandi. Að auki er mikið vatn í ám og lækjum. Varasamt getur verið að vera á ferð í hlíðum fjalla og sérstakrar varúðar er þörf nálægt ám og vötnum. Minnstu lækir eru orðnir illúðlegir af vatnavöxtum. Ekki hefur orðið vart við aurflóð né skriðuföll hér í Skagafirði enn sem komið er, en fylgst verður áfram með ástandinu þar sem hlýindum er spáð áfram næstu daga.
Lesa meira

Arnór Gunnarsson nýr þjónustufulltrúi landbúnaðarnefndar

Ráðið hefur verið í starf þjónustufulltrúa landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og varð Arnór Gunnarsson fyrir valinu. Arnór er búfræðingur að mennt, starfað sem bóndi í 35 ár og setið í nefndum og stjórnum varðandi landbúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið.
Lesa meira