Fara í efni

17. júní - rafræn hátíðardagskrá

17.06.2020

Hátíðardagskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður með óhefðbundnu sniði í ár sökum þeirra takmarkana sem í gildi eru vegna Covid-19.
Er dagskráin að mestu rafræn í ár  en einnig verða minni viðburðir um allan fjörð. Til að mynda verða sundlaugar sveitarfélagsins með sundlaugardiskó og hestafjör verður á dagskrá á þremur stöðum í Skagafirði þar sem teymt verður undir börnum á hestbaki.

Rafræna dagskráin er hin glæsilegasta. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri flytur ávarp, Fjallkonan flytur ljóð, Kristján Bjarni Halldórsson formaður Golfklúbbs Skagafjarðar flytur hátíðarávarp auk fjölda frábærra tónlistaratriða beint úr héraði.

Hægt er að horfa á hátíðardagskrá á Facebooksíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og einnig með því að smella á myndina hér fyrir neðan.