850 milljónum króna úthlutað til brýnna verkefna á ferðamannastöðum

Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ
Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ

Í gær var tilkynnt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að ríkisstjórn Íslands hefði samþykkt að verja 850 milljónum króna til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins.

Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu, auk þess sem viðbótarfé verður varið til aukinnar landvörslu um allt land. Fjármagnið mun renna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem mun annast umsýslu og eftirlit með verkefnaáætluninni.

Til uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum í Skagafirði renna alls 16,5 m.kr. en þeir staðir sem þar eru undir eru Glaumbær, Hegranesþingstaður, Nýibær á Hólum, Örlygsstaðir og Stóru-Akrar.

Ítarlegt yfirlit yfir fyrirhugaðar framkvæmdir má finna hér.